Kylfingur - 01.06.1935, Qupperneq 8
2
KYLFINGUR
Næsta skrefið er að gefa út golfblað. Stjórnin þarf að
koma ýmsum tilkynningum og upplýsingum til meðlima
klúbbsins, og vill heldur senda þeim það prentað, en þylja
það upp á fundum. Hún vill láta prent og pappír geyma
frásögn um þennan sögulega atburð og það, sem af honum
leiðir í nánustu framtið. Hún vill með innlendum og útlend-
um greinum og golffréttum halda áhuga kylfinganna vak-
andi og á þann hátt vinna að viogangi leiksins. Hún vill, í
stuttu máli sagt, hafa málgagn handa sér og félagssystkinum
sínum. Hún hefir skírt það Kglfing og vonar, að ykkur lítist
vel á barnungann.
Kylfingur verður ein örk, hvert blað, í Eimreiðarbroti, kem-
ur út eftir þörfum, helzt einu sinni í mánuði yfir sumartím-
ann, og kostar 2 kr. árgangurinn til félaga.
Þess skal getið, að ritstjórinn mun þakksamlega taka á
móti greinum og ljóðum um golf til birtingar í »Kylfing«.
Skýringu á nafninu er að finna á öðrum stað í þessu blaði..
Lög
fyrir
GolfkJúbb íslands.
I.
Golfklúbbur íslands hefir að markmiði að glæða áhuga fyr-
ir golfíþrótt. Heimilisfang klúbbsins er í Reykjavík.
II.
Inntöku í klúbbinn fá karlar sem konur, nái þeir einróma
samþykki klúbbstjórnar. Tuttugu ára aldur skilur milli Juniores
og Seniores. Inntökugjaldið er kr. 100 fyrir Seniores og kr.
50 fyrir Juniores og greiðist það við innritun. Heimilt er