Kylfingur - 01.06.1935, Blaðsíða 12
6
KYLFINGUR
fullgerða reikninga fyrir s. I. ár, og endurskoðendur skulu
hafa skilað aths. sínum til stjórnarinnar V2 mánuði fyrir
aðalfund. Síðan skulu reikningarnir liggja frammi til aðal-
fundar hjá gjaldkera til frjálsra afnota fyrir félaga.
Bráðabirgðaákvæði.
Lög þessi öðlast gildi um leið og stofnfundur hefir sam-
þykkt þau, og stofnfundur kemur i stað aðalfundar 1935.
Lögin gilda sem bráðabirgðalög til aðalfundar 1936.
Þannig samþykkt á stofnfundi 14. desember 1934.
Golfklúbbur íslands.
Sögulegt yfirlit.
Ritstjórn „Kylfings" þykir hlýða að hann, framar öðrum
heimildum, geymi sögu klúbbsins jafnóðum og hún gerist,
og að fyrsta blað hans skýri frá stofnun klúbbsins, í stórum
dráttum, og tildrögum hennar.
Ýmsir íslendigar, sem dvalið hafa ytra um Iengri eða
skemmri tíma, hafa kynst golfleik utanlands, og sumir jafn-
vel lært hann. Má þar einkum nefna hr. Svein Björnsson,
sendiherra íslands i Danmörku, sem hefir iðkað golf í mörg
ár. —
Sumaríð 1934 dvöldu læknarnir, Gunnlaugur Einarsson og
Valtýr Albertsson, utanlands um tíma, og kyntust þá golf og
og byrjuðu að læra það. Ljeku þeir golf daglega í heilan
mánuð áður en þeir hurfu heim aftur.
Þegar hingað kom, gátu þeir ekki haldið við því, sem þeir
höfðu lært, og því síður tekið framförum, þareð hjer vantaði
alt til kylfingar. Þeir ræddu því brátt um stofnun golfklúbbs
hjer i Reykjavík, töluðu við nokkra líklega þátttakendur og