Kylfingur - 01.06.1935, Qupperneq 13
KYLFINGUR
7
hjeldu fundi, ýmist tveir einir eða með Mr. Emile Walters
Jistmálara frá Ameríku, sem var þeim til ráða og aðstoðar.
Undirbjuggu þeir tillögur um lög fyrir golfklúbb o. fl. Utveg-
uðu tilboð um golfkenslu og stað fyrir hana, auk margs fl.
Loks hjeldu þeir fund með nokkrum Iiklegustu stuðningsmönn-
um málsins. Sá fundur var haldinn að Hótel Borg hinn 30.
nóv. 1934 og voru þessir mættir:
Gunnlaugur Einarsson, Iæknir, fundarboðandi,
Valtýr Albertsson, læknir, fundarboðandi,
Ásgeir Ásgeirsson, fræðslumálastjóri,
Björn Ólafsson, stórkaupmaður,
Eyjólfur Jóhannson, framkvæmdastjóri,
Gunnar Guðjónsson, skipamiðlarí,
Hallgrímur Hallgrimsson, forstjóri,
Haraldur Árnason, kaupmaður,
Kjartan Thors, framkvæmdastjóri,
Magnús Kjaran, stórkaupmaður,
Sveinn Björnsson, sendiherra.
Á þessum fundi var samþykt að vinna að stofnun golf-
klúbbs, og þriggja manna undirbúningsnefnd kosin. í hana
voru kosnir þeir Gunnlaugur Einarsson, Valtýr Albertsson og
Gunnar Guðjónsson. Skyldi hún undirbúa lög og reglur og
boða til stofnfundar. Jafnframt ákvað nessi fundur að ráða
.hingað kennara þann, er kostur hafði fengist á, og bréfaskifti
,höfð við undanfarið, Mr. Valter Arneson, (Wally).
Undirbúningsnefndin boðaði síðan til stofnfundar með svo-
hljóðandi bréfi:
Golfiþróttin fer mjög í vöxt um allan heim, sökum heillandi og
heilsudætandi áhrifa sinna. Hún á lika sérstakt erindi til okkar Reyk-
víkinga, sem höfum miklar kyrsetur og litla hreyfingu í hollu lofti.
Vér undirritaðir vorum nýlega til þess kosnir af nokkrum áhuga-
mönnum um golf, að athuga möguleika til þess að koma af stað golf-
íþróttinni hér i Reykjavik.
Ástæðan til þess að nú er hafist handa, er sú, að við eigum nú völ
á ágætum, þaulvönum golfkennara, sem vill koma til okkar upp úr ný-
ári, og kenna okkur innandyra og utandyra golf, og hjálpa okkur til
að koma upp golfbraut. Við höfum einnig á hendinni húsnæði og land-
rými, svo að alit er vel i haginn búið, ef áhugi er nægur. Af viðtali