Kylfingur - 01.06.1935, Qupperneq 14
8
KYLFINGUR
við fjölda góða borgara bæjarins höfum við ráðið, að áhugi myndi
nægur, ef menn aðeins vildu kynna sér málavöxtu.
Fyrir því viljum vér samkv. umboói fyrnefndra áhugamanna bjóða
yður á
STOFNFUND GNLFKLÚBBS ÍSLANDS,
sem við höfum ákveðið að halda i Oddfellovvhöllinni föstudaginn 14..
des. n. k. kl. 8.30 e. h.
DAGSKRÁ:
1. Sendiherra, Sveinn Björnsson flytur erindi um golf.
2. Gunnlaugur Einarsson, læknir, skyrir frá tildrögum til félagsstofn-
unar hér, og sýnir smá filmu, sem hann hefir sjálfur tekið af
kennara sinum við golfieik.
3. Umræður um stofnun golfklúbbs, og að þeim loknum atkvæða-
greiösla um að stofna hann.
4. Lagt fram bráðabirgða lagafrumvarp fyrir golfklúbb, rætt og leit-
að samþykkis á því.
5. Stjórnarkosning o. fl, samkvæmt lögum.
6. Önnur mál, t. d. ákvörðun um tilboð kennarans.
í þeirri von, að þér komið á fundinn til að heyra málavexti og til
að taka afstöðu til þessa sports, ef þér eruð ekki þegar ákveðinn,
kveðjum við yður með vinsemd og viróingu,
Gunnlaugur Einarsson Gunnar Guðjónsson
lœknir. skipamiðlari.
Valtýr Albertsson
lœknir.
Fundarstjóri á stofnfundi þessum var Guðm. Hlíðdal lands-
símastjóri, en Einar E. Kvaran bankabókari, ritari. Á fundin-
um var samþykt tillaga frá nefndinni um að stofna golfklúbb,
er hjeti Golfklúbbur íslands, lög fyrir klúbbinn og siðan kosn-
ir í stjórn þeir
Gunnlaugur Einarsson, læknir, form.,
Gunnar Guðjónsson, skipamiðlari, ritari,
Gottfred Bernhöft, sölustjóri, gjaldkeri.
Meðstjórnendur:
Valtýr Albertsson, læknir,
Eyjólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri,
Guðmundur Hlíðdal, landssimastjóri, og
Helgi H. Eiriksson, skólastjóri.
Stjórninni var falið að ráða kennara og sjá um húsnæði
til kennslu.