Kylfingur - 01.06.1935, Blaðsíða 15
KYLFINGUR
&
Kennarinn, Mr. Walter Arneson, kom hingað 12. janúar, og
hófst kennsla þegar næstu daga.
Næst var að útvega leikvöll. Varð að ráði að leigja svo-
nefnt Austurhlíðarland, 6 ha. tún, með sumarbústað, sem þar
er, fyrir klúbbhús. til eins árs fyrst um sinn, fyrir 2500 kr.
Hinn 4. apríl fór Mr. Arneson aftur af landi burt, en lof-
aði að koma hingað aftur í sumar, að öllu forfallalausu.
Kvöldið áður en hann fór var honum haldið samsæti. Sátu
það um 40 klúbbmeðlimir og skemtu sér hið bezta.
í byrjun maí var leikvöllur og klúbbhús tilbúið, og sunnu-
daginn 12. maí var völlur vígður og klúbbhús opnað til al-
mennra afnota fyrir félaga klúbbsins. Dagskráin hljóðaði
þannig:
Dagskrá
við opnun GOLF-BRAUTAR 12. maí 1935.
1. Kl. 14,00
2.
3. Kl. 14,55
4. Kl. 15
5. Kl. 16
Formaður býður gesti velkomna og lýsir vigslu með
stuttri ræðu.
Orðið frjálst (stuttar ræður).
Hópmyndartaka við gólfhúsið.
Gólfleikur félagsmanna í smáhópum (2—4) Þeir æfðustu
byrja. Þess er vænst að hver hópur taki a. m. k. 1 gest-
anna með sér sem áhorfanda leikinn út.
Frjálsar veitingar. Félagar eru beðnir að gera pantanir
sínar hjá bryta áður en golfleikurinn hefst, tii þess að
greiða fyrir afgreiðslu. Stjórn klúbbsins annast veitingar
handa gestunum.
Við vígsluna fórust formanni þannig orð:
Háttvirtu gestir og félagar!
Það er merkisviðburður í íþróttasögu og menningarsögu þessa lands
og bæjar, að opnaður er golfvöllur til afnota.
Um forsögu Golfklúbbs íslands þarf ég ekki að fjölyrða, en saga
hans hefst með stofnun hans þann 14. des. 1934. Þá hélt Sveinn
Björnsson sendiherra, mjög örvandi erindi um golf, og afar fróðlegt,
því að flestir viðstaddir voru ófróðir um iþróttina. Hann mælti mjög
með kennara þeim, sem okkur þá stóð til boða, og talaði þar af eig-
in reynslu. Hann taldi íþróttina sinn lífselixir, sem hann illa gæti
hugsað sér að vera án.
Saga G I. er ekki löng, en hún er með þeim sérkennum, að all-
ar vonir hans hafa rætst fyr en djörfustu idealistarnir i stjórninni