Kylfingur - 01.06.1935, Blaðsíða 16
10
KYLFINGUR
þorðu að dagsetja þær. Þetta er því að þakka, að klúbburinn hefir strax
orðið óskabarn fjölda góðra manna og náð almennri hylli. Fyrir þetta ber
mér sem formanni nú sérstaklega að þakka. Ég vil þá fyrst þakka sendi-
herra Sveini Björnssyni fyrir hjálp við stofnun klúbbsins og að hafa
stuðlað að því að við fengum svo ágætan kennara, enda þótt hann ætti
ekki frumkvæðið að því. Því næst vil ég þakka háttvirtum forsætisráð-
herra, Hermanni Jónassyni, mikilsverða hjálp við að ná kennaranum
hingað og fyrir ókeypis húsnæði fyrir innandyra kennsluna og þann
drengskap að láta ekki flæma klúbbinn þaðan, meðan við þurfti. 1
þriðja lagi vil ég þakka kennaranum alla ómetanlega hjálp, auk
hans ágætu kennslu. í fjórða lagi öllum, er klúbbnum hafa gefið og
margvislega fyrir hann unnið. Það yrði of langt mál að telja það
upp og ekki rétt, þar sem stjórnin auðvitað væntir enn meir.
Byrjunarörðugleikar eru að jafnaði talsverðir á hverju sem er, en
líklega óvíða meiri en að koma af stað golfiþróttinni, þvi að til þess
útheimtist svo afskaplega margt og kostnaðarsamt. Fyrst þarf a. m.
k. 50 vel stæða og fórnfúsa félaga. 2) góða kennslu; (innandyra helst).
3) Því næst strax golfvöll og 4) klúbbhús — Allt þetta höfum við
fengið í dag. Við höfum um 70 félaga. Við höfum haft góða kennslu,
við höfum fengið góðan golfvöll, þótt litill sé, og húsið gæti verra
verið. — En í stað þess að hafa golfvöll, sem er 18 hektarar að
stærð og rúmar 18 holur, höfum við golfvöll, sem er aðeins 6 hekt-
arar að stærð og rúmar aðeins 6 holur. Og í stað þess að klúbbur-
inn eigi völlinn sjálfur, erum við hjer leiguliðar til eins árs og
borgum 2500 kr. fyrir. Hér er því enn tjaldað til einnar nætur.
Jón heitinn Þorláksson borgarstjóri tók vel í það að láta klúbbnum
i té ókeypis land til golfvalla og var helst talað um spildu upp
við Vatnsendahlíð Kennari vor sá það land i leysingum i vor og
leizt þannig á, að erfitt myndi að koma því í viðunandi rækt, og á-
kvað því stjórnin að láta það mál biða, uns hann kemur aftur í
næsta mánuði. Það er því aðal áhugamál stjórnar G. í., að finna
þénanlegan stað fyrir framtíðargolfvöll, enda þótt hann verði svo
ekki allur ruddur og ræktaður i hvelli. í þeim efnum reiknar stjórnin
fastlega með fullum skilningi og velvilja yfirvaldanna, þvi að vit-
anlegt er það, að góður golfvöllur er aðdráttarafl ekki lítið fyrir erlenda
ferðamenn, og auk þess menningarvottur riflega á móts við sund-
höli og leikvelli. Þessvegna ber vel að vanda til brautanna og
vera vandlátur um náttúrufegurð, þar sem þær eru lagðar. Víða ytra
byggí3 bæjarfélögin golfbrautirnar sjá f, bæði vegna íbúanna og til
þess að draga að ferðamenn, og græða á öllu saman.
Hvaða erindi á nú þetta golf hingað? er spurning, sem við heyr-
um daglega. Flesiir vita, að það er leikið af gömlum körlum í Eng-
Iandi og þykir fint. Þessvegna halda menn að við, sem höfum fyrir
þessu barist, séum annaðhvort afar hræddir við ellina eða viljum