Kylfingur - 01.06.1935, Side 17

Kylfingur - 01.06.1935, Side 17
KYLFINGUR 11 vera afskaplega finir. ímynd fordildar, fínheita og sérvizku sé hér uppmáluð. Þetta stafar allt af vanþekkingu og af skilningsleysi þeirra, er hafa lesið bók Wodehouse um golf og slá um sig með því. Það er sá sannleiksneisti á þessu, að hver, sem byrjar á golf, spil- ar það til elliára, en nú síðan eftir strið og einkum á allra siðustu árum, eru það hvarvetna ungir og miðaldra menn, sem bera uppi golf- hreyfinguna. Ég segi golfhreyfinguna af því, að golf hefir breiðst mjög ört út um alla Ameríku og Evrópu hin síðustu 10 ár. Fyrir þann tima var t. d. i Danmörku aðeins einn golfvöllur, en nú eru þeir 17. í Svíþjóð voru fyrir 10 árum aðeins 2, en nú eru þeir yfir 20. Þetta kemur hreinlega af því, að iþróttin hefir endurfæðst. í Ameríku hafa menn tekið upp allt aðra aðferð til að slá boltann, en venjan er samkvæmt enskum leikreglum. Sú aðferð miðar að því að stæla jafnt alla vöðva líkamans og gera golfleikinn um leið að alhliða í- þrótt. Þetta tekst öllum, sem rétt kunna að slá, og í þvi liggur bein- linis sá stóri viðgangur og vöxtur golfleiksins um allan heim. Qömlu golfleikararnir streyma i golfskólana til að leggja urn sína teknik og læra amerísku aðferðina, og hún hefir verið kennd hér. Þegar við þetta bætist langir göngutúrar (á golfbrautunum) í fögru umhverfi og spennandi leikur, þá er von að margur falli fyrir freistingunni og haldi áfram þeim mun ákveðnar þegar hann finnur þau hressandi áhrif á líkama og sál, sem leikurinn skapar. Það er ennfremur eig- inleiki golfleiksins þar sem hann tekur til svo margra vöðva, að hann samstillir þá og kemur á jafnvægi i líkamanum, sem aftur verkar á sálarlifið og dregur úr nervösiteti. Golfkennarar eru rólyndustu menn beint af starfinu og allir, sem golf iðka til muna, finna fljótlega, að það styrkir ekki einasta likama, heldur taugar. Ég held nú að öllum megi ljóst vera, hvert erindi golf á til okk- ar, sem flestir sitjum inni allan daginn eins og belja á bás og önd- um að okkur bæjarrykinu, þegar við skjótumst i bil milli húsa Golf gefur okkur holla hreyfingu og loft i lungun í skemtilegu umhverfi, við spennandi leik sem samstiliir vöðva og taugar og verður okk- ur ómetanleg og heillandi heilsubót og lifs-elexír, og það þvi meir, sem við iðkum það meir. Fyrir hönd Golfklúbbs íslands lýsi ég því yfir, að fyrsti golfvöllur á íslandi er opnaður. Megi golfiþróttin blessast og blómgast á voru landi. Eftir ræðuna var mælt fyrir minni formanns og klúbbsins, og síðan skemtu menn sér við golf og veitingar. Síðan hafa kylfingar, meiri hluti klúbbmeðlima, æft golf á vellinum" og skemt sér í klúbbhúsinu daglega. Eru allir, að því er vér bezt vitum, hrifnir og ánægðir með klúbbinn, og horfir vel fyrir framtíð hans.

x

Kylfingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.