Fréttablaðið - 02.02.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 02.02.2011, Blaðsíða 22
MARKAÐURINN 2. FEBRÚAR 2011 MIÐVIKUDAGUR6 F R É T T A S K Ý R I N G tugarins ekki notið stuðnings Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins við end- urreisn sína. Þar hafi því þurft að grípa til meiri og markvissari að- haldsaðgerða til að sýna heimin- um fram á að verið væri að takast á við kreppuna. ÚTLENDINGAR LÁTNIR BLÆÐA Þórólfur Matthíasson, prófessor og deildarforseti hagfræðideildar Há- skóla Íslands, bendir á að Svíar og Finnar (Danir í minni mæli) hafi þurft að leggja fram mikið fé til að bjarga bönkum sínum frá því að fara í þrot. „Það er væntanlega þess vegna sem dýfan er svona djúp á kreppuárinu hjá þeim,“ segir hann og bendir á að hér hafi við látið útlendinga að miklu leyti bera kostnaðinn af bankahruninu, fyrir utan Icesave sem ekki sé enn komið inn í þær tölur. „Þetta varð til þess að höggið á ríkissjóð verð- ur minna hjá okkur en hjá hinum Norðurlöndunum þegar þau urðu fyrir sínum skellum í upphafi tí- unda áratugarins,“ segir hann. Þórólfur bendir einnig á að AGS hafi talsvert breytt út af fyrri venj- um þegar sjóðurinn tók að sér að aðstoða Ísland. „Þeir koma inn með lánafyrirgreiðslu, en menn voru sammála um það fyrst á eftir að leyfa því sem kallað er sjálfvirk- ir sveiflujafnarar að virka.“ Sjóð- urinn hafi um leið látið hjá líða að gera kröfu um að dregið yrði úr atvinnuleysisbótarétti, greiðslum almannatrygginga eða að skattar yrðu hækkaðir til þess að koma jafnvægi á útgjöld hins opinbera. „Og þarna gengu þeir eiginlega þvert á það sem þeir hafa gjarn- an gert áður þar sem gerð hefur verið krafa um að ríki þar sem þeir koma með lánveitingu taki til hjá hinu opinbera.“ Þórólfur segir Ísland njóta þess að vera öðruvísi hagkerfi en sjóð- urinn hafi alla jafna aðstoðað, því það hafi oft verið þriðjaheims- hagkerfi með léleg tekjuöflunar- kerfi. „Sjóðurinn treysti tekjuöfl- unar- og útgjaldakerfi íslenska rík- isins,“ segir hann. Vegna þess að stjórnvöld höfðu hér nokkurn veg- inn stjórn á þróun mála var stöðu- matið á þá leið að landið gæti tekið á sig meiri halla í upphafi og fetað sig hægar inn á jöfnuð á opinber- um útgjöldum. SVÍAR GÁTU TEKIÐ SKELLINN „En Svíar og Finnar fengu náttúr- lega ekki þessa aðstoð frá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum. Þeir höfðu bara á sjálfa sig að treysta og getu sína til að taka lán erlendis til að fjár- magna viðskiptajöfnuðinn.“ Þórólf- ur líkir muninum við það að Ísland hafi getað fengið lán hjá „pabba og mömmu“ í stað þess að þurfa að leita til bankastjórans. Þórólfur kveðst muna vel eftir lýsingu Görans Persson á þeim aðstæðum sem hann stóð frammi fyrir í sænsku kreppunni. Pers- son hafi lýst því hvernig hann hafi komið til New York og haldið á Wall Street þar sem hann talaði þar við unga menn sem varla hafi haft eirð í sér til að tala við hann. „Ég hugsaði með mér: ég mun ekki koma Svíþjóð í þá stöðu að þurfa að treysta á miskunn þessara aðila,“ hefur Þórólfur orðrétt eftir Pers- son. „Með það fór hann heim og sagði við Svía: Nú eru mögur ár í vændum, nú tökum við skellinn!“ Þórólfur segir Svía hafa haft efni á þessu vali, að taka frem- ur skellinn en „fara á hnjánum til Wall Street og biðja um gott veður“. Landið hafi því ekki þurft að taka lán frá alþjóðlegum fjár- málamörkuðum á afarkjörum. Að nokkru leyti segir Þórólf- ur því hægt að halda því fram að hér sleppum við billegar en Svíar og Finnar því afkoma hins opin- bera sé betri þótt hlutfallslega hafi hér dunið yfir meiri ytri áföll. Skuldabréfaútgáfa ríkisins hefði verið margfalt dýrari en lánafyr- irgreiðsla AGS. „Við erum að fara betur vegna samstarfsins við Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn, það er engin spurning.“ % a f l an ds fra m le ið sl u 10 5 0 -5 -10 -15 t-4 t-3 t-2 t-1 t t+1 t+2 t+3 t+4 t+5 Ísland (t=2009) Danmörk (t=1982) Finnland (t=1993) Svíþjóð (t=1993) A F K O M A H I N S O P I N B E R A ( Á N V A X T A G J A L D A O G - T E K N A ) ENGINN TIL AÐ GRÍPA Skíðakonurnar Hanna Falk frá Svíþjóð og Pirjo Muranen frá Finnlandi komust að því í skíðagöngukeppni kvenna sem fram fór í Þýskalandi í desember að skellurinn er þeim mun meiri þegar enginn er til að grípa. Niðurskurður Svía og Finna í bankakreppu tíunda áratugarins var meiri en Íslendinga í kreppunni nú, enda höfðum við hér Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að milda höggið. NORDICPHOTOS/AFP Kreppusamanburður Hér má sjá borin saman áhrif efna- hagsþrenginga hér á landi, í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi á fjármál hins opinbera, árin sem samdrátturinn var mestur í hverju landi. Aðstoð AGS mildar áhrifin hér Danmörk hafði gengið lengra en önnur Norð-urlandaríki í einföldun regluverks fjármálakerfis síns á áttunda áratug síðustu aldar og þurfti líkt og nágrannalönd- in að taka á eigna- og útlána- bólu. Kostnaður við velferðar- kerfi landsins var mikill og var verulegur halli á ríkisrekstrin- um á áttunda áratugnum. Fjár- málaráðherra landsins lýsti því þannig í byrjun níunda áratug- arins að Danmörk stæði á brún efnahagslegs hyldýpis. Þegar landið festi gengi krónunnar við evrópsku myntkörfuna ECU árið 1982 var við mikið atvinnuleysi að fást, verðbólgu, hátt vaxta- stig og halla á ríkisrekstri. Sam- spil niðurskurðar og fastgeng- is leiddi hins vegar til verulegr- ar hjöðnunar verðbólgu og lægri stýrivaxta. Danmörk Finnska kreppan í byrjun tíunda áratugarins var djúp og skaðleg, sér í lagi voru áhrifin mikil á vinnumarkaði. Þjóðarframleiðsla dróst saman um 13 prósent og atvinnuleysi fór úr 3,5 prósentum í 18,9 pró- sent. Landið er enn að fást við félagsleg vandamál sem upp úr atvinnuleysinu spruttu, því til urðu hópar sem aldrei fengu vinnu. Mikill uppgangur hafði verið á níunda áratugnum og gjaldeyrir streymdi inn í land- ið. Utanríkisviðskipti lands- ins voru hins vegar á milli 15 og 20 prósent við Sovétríkin og því hrundi útflutningur við fall þeirra. Finnska markið hrundi og um leið bæði einkaneysla og fjárfesting þannig að ríkið þurfti að taka á sig þungar byrðar til að rétta við fjármálakerfi lands- ins. Finnland Í Svíþjóð varð til fjármála- og eignabóla á níunda áratugn-um. Bólan sprakk síðan í upp- hafi tíunda áratugarins í sam- drætti á heimsvísu um leið og gerðar voru breytingar á skatt- kerfi landsins sem stuðla áttu að lágri verðbólgu. Á milli 1990 og 1993 dróst landsframleiðsla saman um fimm prósent og at- vinnuleysi jókst. Til var orðin dýpsta efnahagskreppa lands- ins frá því í byrjun fjórða ára- tugarins. Ríkisstjórnin tók yfir nær fjórðung eigna bankanna og kostaði til sem nam um fjór- um prósentum af þjóðarfram- leiðslu. Fjárlagahalli árið 1994 nam yfir 15 prósentum af lands- framleiðslu og greip stjórnin þá til margháttaðs niðurskurðar og umbóta sem efla áttu samkeppn- ishæfni landsins. Svíþjóð S amanburð á áhrifum efna- hagsþrenginga á afkomu hins opinbera er að finna í skýrslum þeim sem fylgja reglubundinni endurskoð- un efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Borin eru saman áhrifin hér og í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi í efnahagsþrengingum sem þar riðu yfir á níunda og tíunda áratug síð- ustu aldar. Á myndinni, sem birt er hér til hliðar, má sjá að afkoma hins op- inbera varð mun verri í sænsku og finnsku kreppunum. Í Danmörku varð halli hins opinbera ámóta mikill og hann varð hér árið 2009, en virðist vara lengur. Þegar Göran Persson, fyrrum forsætisráðherra Svía, sótti Ísland heim skömmu eftir hrun, í desem- ber 2008, lagði hann áherslu á það, í erindi sem hann hélt í Háskólan- um, að ekki mætti draga lappirnar í að bregðast við kreppunni. Hann vísaði líka til þess að Svíar hefðu í sinni kreppu í byrjun tíunda ára- K R E P P U R N Á G R A N N A Þ J Ó Ð A N N A Þegar litið er til áhrifa efnahagsþrenginga í Finnlandi og Svíþjóð á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar og Danmörku í upp- hafi níunda áratugarins kemur í ljós að áhrif á ríkisfjármál voru meiri þar en í gjaldeyris- og fjármálakrepp- unni hér. Óli Kristján Ármannsson rýnir í töl- urnar og kannar hvað veldur því að hér virð- ast áhrif minni þótt áföllin hafi verið meiri. Heimild: Efnahags-og viðskiptaráðuneytið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.