Fréttablaðið - 02.02.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 02.02.2011, Blaðsíða 20
MARKAÐURINN 2. FEBRÚAR 2011 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Tilnefnt er til verðlauna í tíu flokkum við afhendingu Íslensku vefverðlaunanna 2010 í Tjarnar- bíói næstkomandi föstudag. Fram kemur í tilkynningu að íslensku vefverðlaunin séu upp- skeruhátíð vefiðnaðarins, „hald- in með það að markmiði að efla hann, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða“. Tilnefnt er fyrir besta sölu- og kynningarvef fyrirtækis, bæði með fleiri og færri en 50 starfs- menn, besta þjónustu- og upplýs- ingavefinn, besta afþreyingar- og fréttavefinn, besta blogg/efn- istök/myndefni, besta vefinn fyrir hand- eða smátæki, bestu mark- aðsherferðina, bestu hönnunina, frumlegasta vefinn, athyglisverð- asta vefinn og svo besta vef Ís- lands 2010. Verðlaunin eru nú afhent í tí- unda sinn, en dagskráin hefst klukkan sex með fyrirlestri Sim- ons Collison (www.colly.com), en hann er af mörgum sagður talinn einn færasti vefhönnuður heims. - óká Vefverðlaunatilnefn- ingar í fjölda flokka Afhending í Tjarnarbíói á föstudaginn. Einkahlutafélagið F 14 Holding, tap- aði um 1,2 milljörðum króna árið 2009 og bætist það við 282 milljóna króna tap frá fyrra ári. Skuldirnar, 2,6 millj- arðar, eru að nær öllu leyti tengdar verðbréfaviðskiptum. Eigið fé var nei- kvætt um tæpa 2,5 milljarða króna í lok ársins, samkvæmt nýbirtum árs- reikningi. F 14 Holding hét áður Maggi ehf. og var í eigu athafnamannsins Magn- úsar Ármann sem var stórtækur í ís- lensku viðskiptalífi fram að hruni. Maggi átti helmingshlut í Materia In- vest, sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fyrir skemmstu til að greiða Arion banka 6,4 milljarða króna lán til baka með dráttarvöxtum. Eig- endur félagsins, Magnús Ármann og Kevin Stanford, voru sömuleið- is dæmdir til að greiða bankanum 240 milljónir króna. Magnús, sem sagður er búsettur í Barcelona á Spáni, átti sömuleið- is félagið Imon sem fékk níu millj- arða króna lán hjá Landsbankanum 3. október 2008 til kaupa á hluta- bréfum í bankanum fyrir sömu upp- hæð. Mál félagsins mun nátengt rannsókn embættis sérstaks sak- sóknara á allsherjar markaðsmis- notkun í Landsbankanum. - jab Magnús skilur eftir sig skuldaslóð ATHAFNAMAÐUR Athafnamaðurinn Magnús Ármann var eitt sinn umsvifa- mikill í íslensku viðskiptalífi. Nú virðist hann eiga skuldir víða. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR Besti söluvefur stórfyrirtækis: www.icelandair.is www.legendsofvalhalla.com www.nova.is www.ring.is www.stod2.is Besti þjónustu- og upplýsingavefurinn: datamarket.com www.ja.is www.listasafnreykjavikur.is www.meniga.is www.skogur.is Besti afþreyingar- og fréttavefurinn bestulogin.siminn.is www.gitargrip.is www.pressan.is www.sport.is www.stjornuskodun.is Besta markaðsherferðin www.ring.is www.hlaupastyrkur.is www.icelandwantstobeyourfriend.com www.inspiredbyiceland.is www.karlarogkrabbamein.is N O K K R I R T I L N E F N D I R Atvinnuleysi í Þýskalandi hefur ekki verið minna frá árinu 1992 og jaðrar nú við að skortur sé á vinnuafli. 3,1 milljón manna er án vinnu, sem jafngildir 7,4 prósentum af mannafla, og samkvæmt tölum vinnumálastofnunar þar í landi er það hlutfall það lægsta sem hefur sést frá nóvember 1992. Eftir fjár- málakreppuna haustið 2008 hefur leiðin legið skarpt upp á við hjá Þýskalandi og hafa síðustu miss- eri einkennst af hraðasta hag- vexti sem um getur frá samein- ingu Austur- og Vestur-Þýska- lands. - þj Allt á uppleið í Þýskalandi: Atvinnuleysi í 19 ára lágmarki FRÁ BERLÍN Efnahagslífið í Þýskalandi er í rífandi uppsveiflu. Alþjóðaviðskiptastofnunin (World Trade Organization, WTO) hefur komist að þeirri niðurstöðu að bandaríski flugvélaframleiðand- inn Boeing hafi áratugum saman notið mikilla og ólöglegra opin- berra styrkja. Í skýrslu stofnun- arinnar sem kynnt var Evrópu- sambandinu (ESB) í byrjun vik- unnar er Boeing sagt brotlegt við alþjóðasamninga. Lokaskýrslu WTO um málið er sagt að vænta innan nokkurra vikna. Boeing og evrópski flugvéla- framleiðandinn Airbus hafa árum saman eldað grátt silfur vegna meintrar ríkisaðstoðar. Í tilkynn- ingu sem Airbus sendi frá sér er aðstoðin til Boeing sögð langtum skaðlegri áhrif á samkeppni í flugiðnaði en lán Evrópuríkja til Airbus, sem Boeing hefur gagn- rýnt. Því er hins vegar haldið fram af hálfu ESB að Boeing hafi notið ólöglegra styrkja upp á 24 millj- arða dala (um 2.780 milljarða króna) í formi beinna styrkja al- ríkisins og einstakra ríkja Banda- ríkjanna, rannsóknarstyrkja og afnota af rannsóknarvinnu og tækni bandarísku geimferðastofn- unarinnar NASA og varnarmála- ráðuneytis Bandaríkjanna. End- anlegt umfang skýrist þó ekki fyrr en með lokaskýrslu WTO, að því er fram kemur í umfjöllun fréttastofu AP. Bæði ESB og Bandaríkin hafa leitað til WTO vegna meintrar ólöglegrar ríkisaðstoðar til flugfé- laganna beggja. Málin hafa verið í rannsókn síðan 2004. - óká Ríkisstyrkir til Boeing ólöglegir Milljarða dollara opinberir styrkir til Boeing skekktu samkeppni segir WTO. DREAMLINER Í KEFLAVÍK Í tilkynningu Airbus er því haldið fram Boeing hefði ekki getað framleitt 787 Dreamliner þotu sína án ríkisstyrkja. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓKÁ Þorgils Jónsson skrifar: Pósthúsið hf., sem hefur boðið upp á margvís- lega dreifingarþjónustu frá árinu 2004, fékk fyrir skemmstu gæðavottun samkvæmt ISO 9001:2008 staðlinum og uppfyllir því þær kröfur sem því fylgja. Framkvæmdastjóri segir vottunina viður- kenningu á góðu starfi. Pósthúsið sér meðal annars um dreifingu Frétta- blaðsins auk fjölpósts og nafnadreifingar blaða og tímarita. „Í raun og veru ákváðum við að fara út í þessa vottun eftir að hafa farið út í uppstokkun á öllum vinnuferlum hjá okkur og þjónustugæðum,“ segir Hannes A. Hannesson, framkvæmdastjóri Póst- hússins, í samtali við Markaðinn. „Eftir að hafa gengið í gegnum breytingar á starfseminni þurftum við að festa okkar vinnu- ferla til framtíðar. Þar sem við erum þjónustufyr- irtæki þarf að staðla okkar þjónustu og hún þarf að vera í samræmi við þau loforð sem við gefum við- skiptavinum okkar. Svo er líka tekið með gagnrýni á þeim frávikum sem verða til þess að koma í veg fyrir að slíkt hendi aftur.“ Hannes segir innleiðingarferlið, sem var unnið í samstarfi við ráðgjafarfyrirtækið 7.is, hafa gengið framar vonum og það sé ekki síst að þakka fram- lagi starfsfólks. Vottunin sé viðurkenning á góðu starfi og eigi þar að auki eftir að styrkja fyrirtæk- ið í frekari sókn. „Við fórum út í þetta ferli til að styrkja stöðu okkur til framtíðar en fyrirtæki krefjast í auknum mæli þess að þjónustufyrirtæki sem þau skipta við hafi slíka vottun. Þetta leggur því grunn að frekari sókn Pósthússins, hvort sem er á sviði blaða eða tímaritadreifingar, póstþjónustu eða vörudreifingu sem er okkar kjarnastarfsemi. Þetta er okkur mik- ill stuðningur til frekari sóknar.“ Gæðavottun er góður stuðningur til sóknar Pósthúsið hf. fékk nýlega gæðavottun sem framkvæmda- stjóri segir viðurkenningu á góðu starfi innan fyrirtækisins. GÆÐAVOTTUN Hannes A. Hannesson, framkvæmdastjóri Pósthússins, segir gæðavottun sem fyrirtækið fékk nýlega, leggja grunn að frekari sókn fyrirtækisins á dreifingarmarkaðinum hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Olíufélagið BP hefur ekki enn náð fyrri stöðu eftir mengunarslysið í Mexíkóflóa í fyrra þrátt fyrir að hafa skilað hagnaði á fjórða árs- fjórðungi 2010. Hagnaður BP frá október fram að áramótum nam alls um 4,6 milljörðum dala, en yfir árið var tapið 4,9 milljarð- ar. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1992 sem fyrirtækið er rekið með tapi, en engu að síður verður hlut- höfum greiddur arður fyrir síð- asta ársfjórðung, sem nemur sjö sentum á bréf. Það er í takt við spár sérfræðinga og er um helm- ingur þess sem greitt var fyrir at- vikið í Mexíkóflóa. - þj Greiða arð þrátt fyrir tap Enn vandræði hjá breska olíurisanum BP. OLÍUSLYS Olíurisinn BP hefur enn ekki náð sér á strik eftir mengunarslysið í Mexíkóflóa. NORDICPHOTOS/AFP Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.