Fréttablaðið - 02.02.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 02.02.2011, Blaðsíða 46
22 2. febrúar 2011 MIÐVIKUDAGUR BAKÞANKAR Sifjar Sig- mars dóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. tilfinningaleysi, 6. hola, 8. sótt- hreinsunarefni, 9. sefa, 11. guð, 12. flatfótur, 14. kvk nafn, 16. skóli, 17. netja, 18. fugl, 20. tveir eins, 21. tangi. LÓÐRÉTT 1. skítur, 3. upphrópun, 4. forskot, 5. röst, 7. land í Evrópu, 10. flýtir, 13. angan, 15. illgresi, 16. skammst., 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. dofi, 6. op, 8. joð, 9. róa, 11. ra, 12. ilsig, 14. lilja, 16. ma, 17. mör, 18. önd, 20. ff, 21. oddi. LÓÐRÉTT: 1. sori, 3. oj, 4. forgjöf, 5. iða, 7. pólland, 10. asi, 13. ilm, 15. arfi, 16. möo, 19. dd. Ooooo… eru þau ekki sæt saman? Blessaður, ég verð að fá að kynna mig. Þorbjörn! Ókei. Ánægjulegt. Jæja, þá fer ég aftur í sokka- skúffuna. Það er stríðsástand þar! Kamilla! Þú áttar þig á því að hann er með peysu yfir axlirnar? Enginn er fullkom- inn Jói. Síst af öllu þú. Halló! PEYSA UM AXLIRNAR? Er það verra en Kiss-nær- buxur úr leðri með göddum og rennilás? JÁÁÁ!!! Ég á von á símtali þannig að þú mátt taka fyrir mig skilaboð Palli. Af hverju áfram- sendirðu ekki símtölin í far- símann þinn? Ég ætla ekki að taka gemsann með.. En, getur fólk ekki lesið inn á talhólf, sent sms eða tölvu- póst? Taktu bara skilaboð. Það hlýtur bara að vera einhver rafrænn valkost- ur við að ég þurfi að standa upp úr sófanum! Ein leið til að sjá hvort þú hafir fengið þér of mikið neðan í því … ... þau eru enn svolítið spennt fyrir morgundeginum. Eru Solla og Hannes sofnuð? Ekki alveg. BANK! BANK! Ég sat í félagsskap poka af kartöfluflög-um fyrir framan sjónvarpið og horfði á beina útsendingu frá Alþingi. Þingheimur þrefaði um ákvörðun Hæstaréttar um ólög- mæti kosninga til stjórnlagaþings. Eins og úrillir ríkisstarfsmenn sem sendir höfðu verið í „paintball“ til hópeflingar viku stjórnarliðar sér undan ábyrgðinni sem beint var að þeim. Í stjórnarandstöðunni féll hver maður um annan í kappi um að gera sér mat úr skakkaföllunum. POKINN með kartöfluflögunum sem veitti mér huggun yfir umræðum um ósigur stjórnlagaþings táknaði minn persónulega ósigur. Þegar jólaofátið í desember stóð sem hæst og mér leið eins og gæs með mat- arslöngu í kokinu sem fóðruð er nauðug svo hún megi enda sem almennilegt „foie gras“, gaf ég sjálfri mér loforð. Á nýju ári færi ég í megrun. Uppskriftin að megrunarkúrn- um var bókin Skyndilausn: Hvernig skal öðlast fallegan líkama á 14 dögum. ÞAR sem ég sat með kartöfluflög- urnar mínar, kolfallin á kúrnum, og horfði á ráðamenn landsins karpa rann upp fyrir mér ljós: Stjórn- lagaþing er eins og megrunarkúr. EIN af þeim aðgerðum sem grip- ið var til þegar veikur grunnur góðærisins lét undan og íslenskt samfélag hrundi var að leggja drög að endurskoðun stjórnarskrárinn- ar. Markmiðið var nýtt og betra Ísland. En ekki frekar en stjórnarskráin var valdur hrunsins verður hún okkur bjargvættur. Við munum ekki svífa á vængjum nýrrar stjórnarskrár upp úr kreppunni. Ný stjórn- arskrá mun ekki skapa fleiri langtímastörf eða redda Icesave. Vonin um að allt verði betra með nýrri stjórnarskrá er hylling. Alveg eins og hugmynd mín um að á fjór- tán dögum geti ég öðlast fullkominn lík- ama. Stjórnlagaþing, eins og megrunarkúr, er tilraun til að stytta sér leið að markmiði; betra útliti; betra samfélagi. HIÐ gullna ráð sem öllum er gefið sem fall- ið hafa á megrunarkúr er að gefast ekki upp. Umfangsminna holdafar ávinnst ekki með tímabundinni megrun heldur lang- tímabreytingum á lífsstíl. Sama má segja um ris Íslands úr öskunni. Það mun taka tíma og við því er ekki til nein skyndilausn. Endurskoðun stjórnarskrárinnar má vissu- lega vera partur af langri vegferð að hinu nýja og betra Íslandi sem vonir standa til um. En sú vinna verður að einkennast af vandvirkni. Hugmyndir um að sneiða hjá niðurstöðu Hæstaréttar og skipa „ólög- mætu“ fulltrúana í stjórnlaganefnd er enn ein tilraun til að stytta sér leið. Við höfum nú þegar fallið einu sinni á megrunarkúrn- um. Látum af skyndilausnum, tökum lífs- stílinn í gegn og kjósum heldur aftur á stjórnlagaþing í góðu tómi. Stjórnlagaþing er eins og megrun Bjartur (Hrafntóftar Hrammur) er 10 ára í dag. Bjartur lauk námi í hundaskóla síðla árs 2001 og hefur frá árinu 2010 starfað sem sjálf- boðaliði fyrir Rauða kross Íslands. Bjartur tekur á móti gestum á heimili sínu Suðurgötu 56 í Hafnarfi rði nk. laugardag, 5. febrúar, milli kl. 15.00 og 18.00 og mun hann þar m.a. sýna gestum nokkrar brellur sem hann hefur lært. Bjartur æskir þess að velunnarar hans séu ekki að spandera í g jafi r en þeir mega þess í stað veita andvirði g jafa til Rauða kross Íslands á reikning 0327-26-6808, kt. 680878-0139. 10 ára afmæli FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN VERTU MEÐ VIÐSKIPTIN Í RASSVASANUM m.visir.is Fáðu Vísi í símannog iPad! Meiri Vísir. Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku. BÍTIÐ MEÐ HEIMI OG KOLLU ALLA VIRKA DAGA KL. 6.50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.