Fréttablaðið - 02.02.2011, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 02.02.2011, Blaðsíða 50
 2. febrúar 2011 MIÐVIKUDAGUR26 sport@frettabladid.is 10 dýrustu á heimsvísu (Milljónir punda / milljarðar kr.) Cristiano Ronaldo (80 / 14,9) Man Utd til Real Madrid (2009) Zlatan Ibrahimovic (60,7 / 11,3 ) Inter til Barcelona (2009) Kaká (56,1 /10,4) AC Milan til Real Madrid Fernando Torres (50 / 9,2) Liverpool til Chelsea (2011) Zinedine Zidane (45,6 / 8,5 ) Juventus til Real Madrid (2001) Luis Figo (37 /7) Barcelona til Real Madrid (2000) Hernán Crespo (35,5 / 6,6 ) Parma til Lazio (2000) Andy Carroll (35 / 6,5 ) Newcastle til Liverpool (2011) David Villa (34 / 6,3) Valencia til Barcelona (2010) Gianlugi Buffon (32,6 / 6,1) Parma til Juventus Sá stærsti: Ronaldo er dýrasti knatt- spyrnumaðurinn frá upphafi – og það met verður seint slegið. Stærstu leikmannakaupin 10 dýrustu á Bretlandi (Milljónir punda / milljarðar kr.) Fernando Torres (50 / 9,2) Liverpool til Chelsea (2011) Andy Carroll (35 / 6,5 ) Newcastle til Liverpool (2011) Robinho (32,5 / 6) Real Madrid til Man City (2008) Andrei Shevchenko (31 / 5,8) AC Milan til Chelsea (2006) Dimitar Berbatov (30,8 / 5,7) Tottenham til Man Utd (2008) Rio Ferdinand (29,1 / 5,4) Leeds til Man Utd (2002) Juan Sebastian Veron (28,1 / 5,25) Lazio til Man Utd (2001) Yaay Toure (28 / 5,2 ) Barcelona til Man City (2010) Wayne Rooney (27 / 5) Everton til Man Utd (2004) Edin Dzeko (27 / 5) Wolfsburg til Man City (2011) Ný viðmið: Fernando Torres er dýrasti knattspyrnumaður Englands frá upphafi. Aldrei áður hafa ensk lið gert slíkan risasamning sín í milli. FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohn- sen mun spila í treyju númer 22 hjá Fulham sem er sama númer og hann spilaði með við góðan orðstír í sex ár hjá Chelsea frá 2000 til 2006. Eiður Smári lék í treyju númer 7 hjá Stoke alveg eins og hann gerði hjá Barcelona. Hann var hins vegar númer 9 hjá franska liðinu Mónakó. „Vonandi tekst mér að koma fótboltaferlinum aftur í gang,“ sagði Eiður Smári í viðtali á heimasíðu Fulham. „Ég tel að það búi miklir hæfileikar í þessu liði og staðan í deildinni endur- speglar það ekki. Ég þekki Suður- London vel og það var því auðveld ákvörðun fyrir mig að fara til Fulham,“ sagði Eiður sem æfði í fyrsta sinn með Fulham í gærdag og verður með á móti Newcastle á Craven Cottage í kvöld. - óój Eiður Smári hjá Fulham: Fær sitt gamla Chelsea-númer EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN Fagnar hér marki með Chelsea. MYND/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Gunnar Heiðar Þor- valdsson hefur komist að sam- komulagi við danska liðið Esbjerg um starfslokasamning. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins. Gunnar hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Esbjerg. Gunnar var á reynslu hjá skoska félaginu Hibernian á dög- unum en hann fékk ekki samning. Hann var lánaður til Fredrikstad síðasta sumar og þar á undan var hann hjá Reading í stuttan tíma. Gunnar, sem er 28 ára gamall, var markakóngur sænsku úrvals- deildarinnar 2006 þegar hann var seldur til þýska liðsins Hannover 96. Þaðan var hann lánaður til Vålerenga í Noregi þar sem hann lék 16 leiki 2007-2008. - seth Gunnar Heiðar Þorvaldsson: Laus allra mála hjá Esbjerg GUNNAR HEIÐAR Lék 26 leiki og skoraði 4 mörk fyrir Esbjerg. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI N1 deild karla í hand- bolta hefst aftur eftir HM-frí á morgun með heilli umferð. Sel- fyssingurinn Ragnar Jóhanns- son skoraði 9,3 mörk að meðaltali í fyrstu 11 leikjunum og hefur 16 marka forskot á næsta mann - óój Markahæstu menn: 1. Ragnar Jóhannsson, Selfoss 102 2. Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK 86 3. Bjarni Fritzson, Akureyri 84 4. Einar Rafn Eiðsson, Fram 79 5. Ólafur Andrés Guðmundsson, FH 74 6. Bjarki Már Elísson, HK 70 7. Ásbjörn Friðriksson, FH 69 8. Bjarni Aron Þórðarson, Afturelding 69 9. Björgvin Þór Hólmgeirsson, Haukar 66 10. Atli Ævar Ingólfsson, HK 63 Markakóngsbaráttan í N1: Ragnar með 16 marka forskot RAGNAR JÓHANNSSON Hefur leikið vel með Selfossi í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Chelsea ætlaði í fyrstu ekki að eyða neinu í nýja leikmenn í upphafi mánaðarins en þegar klukkan sló ellefu í gærkvöldi og félagaskiptaglugginn hafði lokast þá var ljóst að Roman Abramov- ich hafði pungað út meira en 71 milljón punda í tvo leikmenn. Það sem meira er að 50 milljón punda tilboð Chelsea í Fernando Torres sá öðru fremur til þess að Liver- pool keypti tvo framherja í stað- inn, Andy Carroll og Luis Suarez, fyrir samtals 58 milljónir punda. Ensk félög hafa aldrei eytt svona miklu í leikmenn í janúar eða sam- tals 225 milljónum punda. Þetta er meira en sjöföld upphæð sem ensku félögin eyddu í leikmenn fyrir einu ári og bættu gamla metið frá janúar 2008 um 50 millj- ónir punda eða eitt stykki Fern- ando Torres. Það voru reyndar bara fjög- ur félög sem eyddu meira en tíu milljónum punda í þessum jan- úarglugga og það voru Chelsea, Liverpool, Manchester City og Aston Villa. 80 prósent af þessum 225 milljónum fóru í kaup þessara félaga á sex leikmönnum. Roman Abramovich reddaði 71 milljón punda svo Chelsea gæti keypt þá Fernando Torres og David Luiz (frá Benfica), Liverpool notaði peninginn fyrir söluna á Torres og Ryan Babel (til Hoffenheim) til þess að kaupa þá Andy Carroll og Luis Suarez, fyrir 58 milljónir, Abu Dhabi-eigendur Manchester City voru tilbúnir að kaupa Edin Dezko fyrir 27 milljónir og Randy Lerner, eigandi Aston Villa, þótt- ist vera tilneyddur til að eyða 20 milljónum í Darren Bent svo Villa- liðinu tækist að rífa sig upp úr fall- baráttunni. Fernando Torres varð í gær dýrasti leikmaðurinn í sögu enska boltans og sá fjórði dýrasti í heimi. Hann bætti opinberlega met Rob- inhos (frá 2008) sem Manchest- er City keypti á 32,5 milljónir frá Real Madrid en almennt er þó talið að Manchester City hafi borgað um 47 milljónir fyrir Carlos Tevez árið 2009. Upphæðin fyrir Tevez var ekki gefin upp og því kemst hann ekki á listann yfir þá dýrustu. Andy Carroll sem Liverpool keypti á 35 milljónir frá New- castle, er því orðinn annar dýrasti leikmaðurinn í sögu enska boltans þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gamall. Hann er enn fremur í átt- unda sæti yfir dýrustu leikmenn heims og auk þess hefur ekki verið borgað meira fyrir enskan leik- mann. Carroll tók það met af Rio Ferdinand sem kostaði Manchest- er United 29,1 milljón punda frá Leeds árið 2002. Þeir Torres og Carroll eru einu fulltrúar enskra liða á topp tíu yfir dýrustu leikmenn sögunnar og stinga sér þar upp á milli kaupa spænskra og ítalskra félaga sem hafa einokað listann upp á síðkast- ið. Þeir Robinho (frá Real Madr- id til Manchester City, 32,5 millj- ónir 2008) og Christian Vieri (frá Lazio til Internazionale, 32 millj- ónir 1999) duttu aftur á móti í stað- inn út af topp tíu listanum. Cristiano Ronaldo er áfram dýr- asti leikmaður sögunnar en Real Madrid bætti metið í tvígang sum- arið 2009, fyrst með því að kaupa Kaka frá AC Milan fyrir 56 millj- ónir punda og svo með því að kaupa Ronaldo frá United fyrir 80 milljónir. Real Madrid hefur átt metið frá árinu 2000 þegar það keypti Luis Figo á 37 millj- ónir punda frá Barcelona árið 2000 og bætti það met með því að kaupa Zinedine Zidane á 46 millj- ónir punda frá Juventus sumar- ið 2001. Lazio er síðasta félag fyrir utan Real til að eiga metið en ítalska félagið keypti Hernan Crespo á 35,5 milljónir frá Parma árið 2000. Hér til hliðar má sjá tvo lista yfir annars vegar dýrustu leik- menn sögunnar og hins vegar dýrustu leikmennina í sögu enska boltans. ooj@frettabladid.is Engin kreppa í enska boltanum Liverpool og Chelsea eyddu saman 24 milljörðum íslenskra króna í leikmenn á lokadegi félagaskiptaglugg- ans og ensk félög settu nýtt janúarmet með því að kaupa menn fyrir 225 milljónir punda. Fréttablaðið hef- ur skoðað hvar þeir Fernando Torres og Andy Carroll standa nú meðal dýrustu fótboltamanna sögunnar. KÖRFUBOLTI Keflavík hefur bætt við sig serbneska bakverðinum Marinu Caran í Iceland Express- deild kvenna sem þýðir að fimmt- án erlendir leikmenn spila núna í deildinni. Öll átta lið deildarinnar eru nú með tvo erlenda leikmenn nema Íslandsmeistarar KR og Haukar sem létu bresku stelpuna Lauren Thomas-Johnsson fara á dögun- um. Njarðvík er eina lið deildar- innar með þrjá erlenda leikmenn en öll hin þrjú liðin í b-deildinni eru með tvo. - óój Liðin átta í kvennakörfunni: Fimmtán er- lendar stelpur GEIR ÞORSTEINSSON er sjálfkjörinn formaður KSÍ til næstu tveggja ára því önnur framboð bárust ekki í kosningu formanns á 63. ársþingi KSÍ sem fer fram laugardaginn 12. febrúar. Geir hefur verið formaður KSÍ frá árinu 2007 en hann fékk heldur ekkert mótframboð árið 2009. Varaformaðurinn Gylfi Þór Orrason og gjaldkerinn Guðrún Inga Sívertsen bjóða sig einnig áfram fram í aðalstjórn. FÓTBOLTI Það var engin breyting á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í gærkvöldi þar sem Manchester United, Arsenal og Chelsea unnu öll sína leiki. Það tók Manchester United aðeins 50 sekúndur að kom- ast yfir í 3-1 heimasigri á Aston Villa en bæði Chelsea og Arsen- al þurftu að koma til baka í sínum leikjum, Chelsea vann 4-2 útisigur á Sunderland og Arsenal vann 2-1 heimasigur á Everton. Wayne Rooney hafði aðeins skor- að tvö mörk í fyrstu fjórtán deild- arleikjum sínum á þessu tímabili en skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik í gær. Rooney skoraði fyrra mark- ið á fyrstu mínútu eftir langa auka- spyrnu markvarðarins Edwins van der Sar og það seinna í uppbótar- tíma fyrri hálfleiks eftir frábæan undirbúning frá Nani. Nemanja Vidic innsiglaði síðan sigurinn eftir sendingu Rooneys eftir að Darren Bent hafði minnkað mun- inn. Miðverðirnir John Terry hjá Chelsea og Laurent Koscielny hjá Arsenal skoruðu báðir mikilvæg mörk í sigrum sinna liða en bæði lið voru að vinna sinn þriðja leik í röð í deildinni og eru áfram fimm stigum (Arsenal) og tíu stigum (Chelsea) á eftir toppliði Manchest- er United. Louis Saha var kolrangstæður þegar hann kom Everton í 1-0 á 24. mínútu en Andrei Arshavin kom inn á sem varamaður á 62. mínútu og var búinn að jafna leikinn eftir átta mínútur. Laurent Koscielny skoraði sigurmarkið með skalla úr markteignum eftir frábæra horn- spyrnu frá Robin van Persie. Phillip Bardsley kom Sunder- land í 1-0 á 4. mínútu en Frank Lampard (víti) og Salomon Kalou komu Chelsea síðan í 2-1 áður en Kieran Richardson jafnaði metin með skoti beint úr aukaspyrnu. John Terry kom Chelsea yfir á 60. mínútu og það var síðan besti maður vallarsins, Nicolas Anelka, sem innsiglaði sigurinn í lokin. - óój Wayne Rooney skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Manchester United á Aston Villa: United, Chelsea og Arsenal unnu LAURENT KOSCIELNY Fagnar hér mikilvægu sigurmarki með félögum sínum. MYND/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.