Barnablaðið - 01.10.1938, Blaðsíða 2

Barnablaðið - 01.10.1938, Blaðsíða 2
2 BARNABLAÐIÐ Þú hefir heyrt um Hönnu, sem var móðir spámannsins Samúels. Einnig hún bað mikið til Drottins og vegna þess varð sonur hennar mikill Guðsmaður og leiðtogi þjóðar sinnar. Jesús sjálfur bað mikið til föð- ur síns, það sjáum við í guðspjöll- unum. Og þegar hann varð full- tíða maður og kom fram opinber- lega, kenndi Hann lærisveinum sínum að biðja. Þú kannske spyr: „Hvers vegna eigum við að biðja?“ Nægir það ekki okkur að borða, að sofa, að starfa o. s. frv. Bænin er andlegt samband við Guð og hjálpræði Hans fyrir Jesúm Krist. Þú öðlast á þann hátt eðli Guðs og samfélag við son hans Jesúm Krist. Þú þroskast þannig og verður full- kominn eins og andlegur maður. Bænin breytir hinu vonda hjarta mannsins og mýkir hið harða hug- arfar hans. Þetta muntu skilja betur á vegi bænarinnar. Byrjaðu nú að biðja, þegar þú ert búinn að lesa þessa litlu grein um bænina og þegar þú sérð þessa fallegu stúlku á titilblaðinu, sem er að gera bæn sína. Þá geturðu líka öðlast gjafir Guðs og sérstak- lega Anda Hans, og frá honum koma aðeins góðar gjafir, því að Hann er faðir okkar allra. Herra Jesús, kenn þú okkur að biðja! Ykkar einlægur vinur Nils Ramselius, Kœru börn. Það er oss mikil gleði og þakk- arefni til Guðs, að geta nú sent út meðal ykkar þetta litla blað. Eins og nafnið ber með sér, á það að tilheyra ykkur, yngstu lesendun- um á Islandi, og það er einlœg ósk vor og bœn að það mœtti verða litið Ijós á vegi ykkar, sem hjálp- aði ykkur til að finna frelsarann okkar, Drottinn Jesúm Krist. Þetta á að vera. aðalhlutverk „Barnablaðsins“, og til að ná þeim tilgangi vill það flytja ykkur smá- sögur og greinar, sem séu heppi- lega valdar til að vekja hjá ykkur löngun og áhuga eftir að þekkja Jesús og verða Hans lœrisveinar. Það vill reyna að sanna ykkur, að trúin á Drottinn Jesús og Hans orð hafi ávalt verið, — og sé eins enn, — sterkasta aflið til að hjálpa börnunum að verða góðir og nýtir menn, og eina leiðin til að eignast eilífa lífið í Guðsríki. Því Jesús sagði: „Eg er vegurinn, sannleik- urinn. og lífið, enginn kemur til Föðursins nema fyrir mig“. Að svo mæltu sendum vér blað- ið frá oss og heitum á alla vini Krists og Hans málefnis, að greiða götu þess og styðja það með ein- lœgri fyrirbœn. Einnig óskum vér að sem flestir, er vilja styðja stefnu blaðsins, sendi því frum- samdar eöa þýddar smásögur eða greinar til birtingar.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.