Barnablaðið - 01.10.1938, Blaðsíða 7

Barnablaðið - 01.10.1938, Blaðsíða 7
BARNABLAÐIÐ 7 í bragði, og þegar móðirin spurði hvað að henni gengi, fór hún að gráta. Mamma hennar hélt þá að einhver í skólanum hefði verið vondur við hana. En Ester hristi neitandi höfuðið og sagði, að hún þyrði ómögulega að segja hvað sér þætti, því þá yrði mamma sjálfsagt reið. — „Nei, barn, ég skal alls ekki verða vond, segðu mér bara hvað það er, sem hryggir þig“. — „Já, mamma mín“, sagði Est- er, „stúlkurnar í skólanum syngja svo marga fallega söngva og lesa upp svo góðar sögur um Jesú, hve mikið Hann elskaði börnin og hvernig Hann ennþá elskar þau og vill hjálpa þeim. Ég hefi svo oft hlustað á orð þeirra og söngva, að ég kann mikið af því utanað. O, mamma, mig langar svo mik- ið til að mega lesa þetta og syngja með hinum stúlkunum. En pabbi segir, að það sé synd að tala um Jesú og hefir harðbannað mér það. — Mamma, hvers vegna fæ ég ekki að vera með þeim að syngja fallegu söngvana?11 — „Viltu lofa mér að heyra ein- hvern sönginn, sem þú kannt", sagði móðirin. Ester söng þá einn sálm, um fæðingu Jesú og líf hans á jörð- inni. Meðan hún var að syngja, hafði faðir hennar komið inn, og er hann með mikilli eftitekt, hafði hlustað á söng hennar, sagði hann hvasst: „Þarna sjáum við afleið- inguna af því, að sendá barnið okkar í skóla kristinna manna. Ég hefi alltaf verið hræddur um að þeir mundu hafa áhrif á hana“. „En Ester hefir ekki haft neitt illt af því, vinur minn“, sagði mamma hennar blíðlega. „Vel get- ur verið að Jesú hafi verið góður maður, og ég bið þig, að vera svo góður, að leyfa henni að vera áfram í skólanum“. Pabbi hennar gaf þá eftir að hún mætti fyrst um sinn vera þar kyrr, en sagði um leið: „En takið eftir orðum mínum, verði hún lengi í skólanum, fer það svo, að hún hættir að vera Gyðinga- stúlka“. Þannig fékk Ester að vera áfram í skólanum og nú mátti hún vera með að læra kristinfræði, eins og hún óskaði. Það, sem hún lærði um Jesú, las hún og sagði mömmu sinni þegar hún kom heim, og oft hlýddi pabbi hennar einnig á þær frásögur. Eftir nokk- ur ár naut Ester litla þeirrar gleði, að bæði hún og mamma hennar og pabbi voru tekin inn í kristinn söfnuð, er þau höfðu játað trú sína á Jesúm Krist, sem frelsara sinn og Drottinn. Guðs orð er lifandi og kröftugt og það jafnvel af vörum barnanna. Á. Á. þýddi. \

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.