Barnablaðið - 01.10.1938, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 01.10.1938, Blaðsíða 5
BARNABLAÐIÐ 5 irfrakkann sinn og hafði brett kraganum upp um eyrun, með skinnhúfu á höfðinu. „Eg er ferðbúinn, mamma", sagði hann. „En Einar minn, ert þú ekki hræddur við að fara aleinn út,“ spurði hún. „Það er mjög dimmt úti og svo er bæði rigning og kuldi“. „Eg elska þig, mamma mín, og get vel gert þetta“, svaraði hann og lagði á stað með bréfið. Sjáið nú, kæru börn. Þannig kemur hinn sanni kærleikur á- vallt fram í verki, og spyr ekki um hvort okkur fellur það vel eða illa. Hugsið eftir þessu, þegar ykk- ur langar til að sýna pabba og mömmu hvað vænt ykkur þykir um þau. Munið þá að láta það koma fram í því, að þið með glöðu geði hlýðið þeim, séuð viljug að hjálpa þeim og gera allt fyrir þau, sem þið getið. Þannig er það, þegar við erum farin að elska Jesúm, þá reynum við að vera alltaf góð börn, svo Hann megi gleðjast yfir okkur og við fáum að njóta elsku Hans. í biblíunni segir svo: „Börnin mín, elskum ekki með orðum og tungu, heldur í verki og sann- leika“, I. Jóh. 3, 18. Á. Á. þýddi. Mundi litli. Mundi hét lítill, ljóshærður drengur, sem hafði falleg, blá augu. Hann var heldur alvarlegur, jafnvel hörkulegur á svip, en samt var hann ekki óþægur. Hon- um þótti mjög vænt um mömmu sína, því að hún sagði honum oft fallegar sögur um himnaríkið og englana, sem sungu svo yndislega um Jesúbarnið, sem fyrir mörgum árum fæddist í Betlehem í Gyð- ingalandi. Hann bar svo mikið traust til hennar, af því að hún alltaf talaði við Guð í bæn, um alla erfiðleika sína. Aldrei brást henni sú hjálp, sem Guð hefir fyr- irheitið þeim, sem að trúa á hans orð. Þegar mömmu hans Munda litla til dæmis vantaði peninga til lífsþarfa, þá bað hún til Jesú Krists. Mundi hafði oft séð að hún kraup við rúmið sitt meðan hann var að leika sér að ýmsum leik- föngum, sem honum höfðu verið gefin. Stundum veitti hann því eftirtekt að augun hennar voru fyllt tárum, þegar hún stóð upp frá bæninni. Hann fann mjög sárt til þess, að mamma hans skyldi gráta. Hún, — sem alltaf var svo góð við hann og umhugsunarsöm. — Hvers vegna grét mamma? —• Ef hún á svona bágt á einn eða annan hátt þá er sjálfsagt að hjálpa henni svo hún gráti ekki framar. — Hann varð svo niður-

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.10.1938)
https://timarit.is/issue/326012

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.10.1938)

Aðgerðir: