Barnablaðið - 01.10.1938, Blaðsíða 6

Barnablaðið - 01.10.1938, Blaðsíða 6
6 BARNABLAÐIÐ sokkinn í að hugsa um að hjálpa henni, að hann alveg gleymdi að leika sér. — Skyldi það geta huggað hana ef ég gæfi henni eitthvað af þessum leikföngum, sem svo oft höfðu glatt mig sjálf- ann? Ætli hún vildi ekki eiga rugghestinn minn? — „Það var svo gaman að ruggast á honum, að minnsta kosti þótti Munda það skemmtilegra en allta nnað“. En hvernig á ég nú að fara að þessu? — „Ekki er gaman að fara að spyrja mömmu hvort hún vilji þiggja rugghestinn þarna, þar hann stendur í stofuhorninu. — Nei, það dugar ekki“. „Væri það ekki langtum betra að fara til hans Ólafs í Holti og biðja hann að hjálp mér? Þegar ég útskýri fyrir honum málið eins og það er, þá efast ég ekkert um að hann muni hjálpa mér“. — „Reyndar hefir mér oft verið sagt, að hann kæri sig ekkert um börn, þessi Ólafur“. — Já, — ég vil fara til hans og það í kvöld“. — „Hvað það var nú heppilegt, að hún mamma hefir lofað mér að sofa í sérherbergi yfir sumartímann“. — „Já, það mun koma sér vel“. — Hann verður allt í einu svo glað- ur. — „Hugsa sér nú hvað mamma mun gleðjast yfir að eignast þenn- an fína hest, sem hann fyrir stuttu hefir fengið að gjöf frá móður- bróður sínum“. — „Enginn hefir fengið að rugga sér á honum, og Litla Gyðingastúlkan. Velþekktur Gyðingatrúboði segir þannig frá: Ellefu ára gömul Gyðingastúlka var af foreldrum sínum send á kristinn skóla, en með þeim skil- yrðum, að hún væri ekki látin læra kristinfræði. Ester, — svo hét stúlkan, — var bæði greind og námfús. An þess hún vissi af, lærði hún söngvana og kaflana úr Nýja-testamentinu, sem hún heyrði skólasystur sínar syngja og lesa. Einn daginn er hún kom heim úr skólanum var hún mjög döpur ekki eru heldur samskonar rugg- hestar til hér í sveitinni, að minnsta kosti ekki sem ég veit um“. — „já — það er sjálfsagt að koma þessu í framkvæmd“. — „Hvað það mundi verða gaman að sjá hana mömmu rugga sér á hon- um.--------- Kvöldið er komið. Allt fólkið á bænum er sofnað, nema Mundi. Hann hefir vakað til þess að laum- ast út og komast að Holti til þess að finna hann Ólaf og tala við hann. Hann tekur rugghestinn og ætlar að bera hann með sér, — en — — „heldur var hann nú þungur“. Hann mátti til að taka hjólbörurnar, því leiðin var löng. (Framh.).

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.10.1938)
https://timarit.is/issue/326012

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.10.1938)

Aðgerðir: