Barnablaðið - 01.12.1938, Page 10

Barnablaðið - 01.12.1938, Page 10
16 BARNABLAÐIÐ talaði við Guð í bæn. Mamma mín biður oft, og ávallt í Jesú nefni. — „Ef þú hefir ekkert annað að tala um en að konur séu grátandi á hnjánum og segjast biðja í þessu Jesú nafni, þá er bezt að þú farir heim undir eins. — En hvers vegna grét hún, var hún veik?“ — „Nei, ekki held ég það, en mér fannst hún vera ákaflega sorgbit- in, og ég fann svo mikið til þess að blessuð mamma skyldi gráta. Hún er svo góð við mig, og mikið er það gaman að hlusta á allar þær fallegu sögur, sem hún segir mér. Þú ættir bara að heyra hvað hún segir mér frá um himnaríkið“. Ólafur þegir um stund, en hugsar um hvað honum finrist það vera kjánalegt hjá fullorðnu fólki að kenna börnum sínum þess háttar vitleysu, og hvað þetta spilli þjóð- inni. Nei — þó að það sé um næt- urtíma, þá má ég til að hjálpa þessum dreng út úr villunni. Mað- ur má til að berjast á móti þessu. „Komdu inn, Mundi minn, svo skal ég gefa þér gott ráð“, segir Ólafur. „Ég skil það, að mamma þín hefir kennt þér mikið um bib- líuna og um Jesúm Krist“. — „Já, það má hún eiga“. — „En nú skal ég segja þér hvað ég álít. Eins og þú veizt nú, þá er ég mjög reynd- ur maður og mörgum hefi ég gef- ið ráð í ýmsum erfiðleikum, sem hafa heppnast vel. Þegar um mömmu þína er að ræða, þá skaltu ekkert vera hræddur þó að hún krjúpi svona við rúmið. Konur gera þetta stundum í fávizku sinni, þegar þeim líður illa á ein- hvern hátt. En þú, sem átt að verða karlmaður, skalt ekki skipta þér af þessu. Þetta er einungis fyrir konur.“ — Mundi leit undr- andi á Ólaf eins og hann efaði orð hans. — „Kristur var aðeins mað- ur eins og ég. Hann dó og var greftraður eins og þú veizt. Þú ert líka svo skýr drengur, að þú skilur hve mikil vitleysa það er ef einhver, sem er langt burtu héðan, allt í einu fer að krjúpa og gráta og biðja til mín, því ekki get ég heyrt til hans svo langa leið. Svona er það með Krist líka. Á morgun skaltu segja við mömmu þína, að svona sé það. — Ekki trúi ég á Krist“. Mundi hefir hlustað hljóður á Ólaf, en allt í einu segir hann: „En Ólafur, mamma fær alltaf það sem hana vantar, þegar hún hefir beðið. Hún grætur heldur ekki alltaf, oft er hún glöð og fagn- andi. Einu sinni kom hann Magn- ús gamli á Reykjum þessa löngu leið heim til okkar með kjöt og kartöflur og rófur, peninga gaf hann víst líka. í það skipti var mamma nýbúin að biðja“. Ólafur fékk ekkert orð að mæla, en Mundi heldur áfram: „Hvernig stendur á því að þú trúir ekki, Ólafur?“ (Framh.).

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.