Barnablaðið - 01.08.1946, Side 14
36
BARNABLAÐIÐ
við mömmu sæti lét hún sprunginn
disk og brotið glas, og lmíf, sem
vantaði annan hlýrann á.
Þegar mannna settist að borðinu,
sá hún þetta, og þóttist vita, að Ell-
en væri reið, af því að hún hefði
hengt henni fyrir óhlýðnina.
Ellen kom ekki eins og vanaiega
að þvo upp eftir matinn, hún bauð
pabba sínum góða nótt og fór að
hátta. Mamma var hrygg yfir, hve
slæm Ellen var. Hún fór inn í her-
bergi hennar spurði, hvort hún
væri lasin.
„Nei.“
„En því konrst þú ekki að bjóða
mér góða nótt?“
„Af því að ég er reið,“ sagði
Ellen.
Mamma settist við rúmið. „Ég er
hrædd um, að þú sért komin inn á
veg Kains."
„Hvað meinar þú?“ sagði Ellen
forvitin.
„Kain syndgaði, og þegar Guð
talaði til hans, var hann ósvífinn.
Kain sneri sér frá Guði og þeirri
hegningu, sem synd lrans orsakaði,
í staðinn fyrir að snúa sér til Guðs
og iðrast. Er það ekki líkt með
þig? Ég varð að hegna þér fyrir
óhlýðni, en í staðinn fyrir að snúa
frá óhlýðninni, sem orsakaði, að
þú fékst flengingu, ert þú reið við
mömmu. Hefði ekki verið betra að
biðja Guð að hjálpa þér að verða
hlýðin. Kain kom ekki til himins-
ins, svo að það borgar sig ekki að
fylgja vegi hans. Þegar glataði son-
urinn var kominn í neyð, af því að
■hann hafði gjört rangt, sneri hann
við frá syndinni. Guð fyrirgefur
þeim, sem snúa frá syndum sínum
og iðrast, og aðeins þeir, sem liafa
fengið fyrirgefningu syndanna
koma til himinsins. Vilt þú heldur
vera h'k Kain en glataða syninum?"
„Heldur glataða syninum, og ég
vona að Jesús vilji fyrirgefa mér.“
Mainrna og Ellen krupu við
rúmið, og Ellen bað Jesús að fyrir-
gefa sér það, að hún var svo óhlýðin
og reið við mömnru sína fyrir hegn-
inguna. — Jesús fyrirgaf henni og
gaf henni gleði í hjartað, og hún
tók unr hálsinn á mönrmu sinni og
bað lrana einnig að fyrirgefa sér.
Bezta leiðin í lífinu er að taka
ætíð afstöðu gegn syndinni.
Z. M. L.
KVÖLDBÆNIN
Marían var konrin í heimsókn til
EIsu. Þær voru frænkur, en þær
höfðu ekki sézt fyrr, þrátt fyrir það
höfðu þær það nrjög skenrnrtilegt
strax fyrsta daginn.
Unr kvöldið var Marían sagt að
hátta í litlu rúmi í Irerbergi Elsu,
og það þóti henni skemmtilegra en
að vera ein á herbergi.
„Sú, senr verður á eftir upp í
rúnrið, verður að slökkva Ijósið,"
sagði Elsa og flýtti sér upp í.
En Marían hugsaði sig um.