Barnablaðið - 01.08.1946, Side 16

Barnablaðið - 01.08.1946, Side 16
38 BARNABLAÐIÐ eina Biblían, sem finnst milli Harr- ent og sjávar. Gleymdu ekki aðvör- un minni, enginn má vita hvar hún er.“ Það leið ekki á löngu áður en sendimenn drottningar komu til þorpsins til að leita að Biblíu, sem þeir kváðust vissir um að fyndist þar, og leituðu þeir rækilega, en árangurslaust. Fólkið í þorpinu neitaði ákveðið að taka við trúarbrögðum drottn- ingar, og af því að smiðurinn var hinn eini, sem gat lesið, var honum varpað í fangelsi. Elsie var mjög hrygg, þrátt fyrir að góðir nágrann- ar reyndu að sýna henni kærleika. Kinnar hennar urðu fölar, er hún minntist Biljlfunnar í smiðjuveggn- um, og hverju hún hefði lofað föð- ur sínum. Aftur komu hermennirnir og leit- uðu í öllum húsum, og að lokum heyrði Elsie þá segja, að Joeir vildu brenna hús og smiðju járnsmiðsins, })ví að þar hlyti Biblían að vera falin. Þegar hermennirnir komu, hljóp Elsie út fyrir garðinn og fleygði sér grátandi niður á milli runna. Hún óttaðist að hermennirnir fyndu sig og píndu til sagna. Hún andaði léttara, Jiegar hún heyrði hermennina ganga burtu. Hún fann reykjarlykt, og er hún leit upp, sá hún logann upp úr })ak- inu. Hún þaut á fætur, gleymdi öllu öðru en orðum föður síns, að J)etta væri eina Biblían miLli Harr- ent og sjávar. Þótt það kostaði liana lífið, yrði hún að bjarga Biblíunni. Svo hratt sem fæturnir gátu borið hana hljóp hún að smiðjudyrunum, logarnir sleiktu á móti henni og um hendur hennar, er hún teygði sig upp fyrir hurðina til að ná í leyni- ásinn, sem lokaði skápnum. Henni heppnaðist að ná bókinni, og hálf- köfnuð af reyk, og brunnin bæði í andliti og á höndum, komst lnin út í garðinn. Með blóðugum höndum gróf hún hólu í jörðina, klæddi af sér J)að sem óbrunnið var af kjóln- um og vafði ntan um bókina og breiddi mold yfir aftur. Skömmu seinna fannst hún meðvitundarlaus við brunninn, J)ar sem hún ætlaði að hlökkva sviðann með köldu vatni. Hún var tekin og henni hjúkrað, og hrestist hún brátt, og henni var hrösað mikið, er hún sagði frá, hvernig hún hefði bjarg- að og falið hina heilögu bók. Það heppnaðist að varðveita Biblíuna, oo; við getum verið viss um, að margir sögðu börnum sínum frá, livernig Elsié bjargaði Biblíunni. Tímarnir breyttust í Engflandi, og fólk fékk meira trúfrelsi, og mörgum árum seinna fluttu guð- hrædd hjón yfir á strönd Nýja Eng- lands. Konan var lang-ömmu-barn Elsie, og flutti með sér hina dýr- mætu eign: Biblíu járnsmiðsins. Þýtt úr Evangelical Christian.

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.