Barnablaðið - 01.08.1946, Page 17

Barnablaðið - 01.08.1946, Page 17
BARNABLAÐIÐ 39 Það hefur verið borin fram ósk um, að birta mynd af ritstjóranum og helztu sölumönnum Barnablaðs- ins. Mér hefur reynzt erfitt að ná til sölumannanna í myndaleit, en um leið og ég birti þessa mynd af sjálf- um mér, þakka ég öllum sölumönn- um blaðsins auðsýnda hjálp og vin- semd í þágu Barnablaðsins. Og þegar ég nó — að líkindum í maíbyrjun — kveð land og þjóð, óska ég Barnablaðinu góðs gengis í framtíðinni. Og á kveðjustundinni bið ég Guðs blessunar til handa ís- lenzku þjóðinni, sem ég hef reynt að kynnast til hlítar. Henni mun ég unna, þótt árin líði og breið vík skilji að vini. Yðar einlægur vinur. Nils Ramselius. * Eftirskrift. Ef einhverja skyldi langa til að Lind í Ijúfum draumi Lind í ljúfum draumi leikur björtum straumi. Dylst oft, djúp og tær, dagleið vorri nær. Lífsvatn þeirrar lindar losar grómið syndar, — dýrast dreypi-flóð, Drottins Jesú blóð. Fangi í fjötrum nauða fann þar líf í dauða. Ég í sorg og synd sömu kom að lind. Lindin hjartans heima, hún mun ávallt streyma, — sælu og friðar full flytja lífsins gull. Sælu sjúkum búa, sorg í gleði snúa, unz vér eigum jól öndvert lambsins stól. Síðan sá ég þenna svala-strauminn renna, tungan temur sig að tala og syngja um þig. senda mér nokkrar línur, verður heimilisfang okkar í Svíþjóð: Box 6082, Filadelfia, Stokkholm 6, Svíþjóð.

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.