Barnablaðið - 01.10.1949, Side 3

Barnablaðið - 01.10.1949, Side 3
Þegar mamma er farin. Við getum aldrei þakkað Jesú nóg fyrir okkar kærleiksríku móðir, sem við eigum. Við verðum að hugsa vel um hana og vera góðir við hana. Hugsum um, þegar sá dagur kemur, þegar hún er farin burtu frá okkur og við þráum að hún komi aftur til okk- ar!“ Svona skrifaði ungur maður í Ameríku nýlega heim til bróður síns. Og ég hugsaði, þegar ég heyrði þetta: Enginn getur skilið hvers virði móðir er, fyrr en hennar sæti á heimilinu er autt. Þegar eg var lítil, þurfti mamma að fara burtu nokkra daga. Hún ætl- aði snemma næsta morgun, svo að hún kvaddi okkur börnin um kvöld- ið, því að þegar við vöknuðum næsta morgun ætlaði hún að vera komin langt í burtu frá okkur. Mamma var dýrmætara en allt á jörðunni fyrir mig. Mér leið illa ef ég var ekki hjá henni og það var það versta, sem ég vissi, ef hún var ekki heima hjá okkur. Ég hafði hugsað mér að vaka alla nóttina til að missa ekki af því dýrmæta augna- bliki með mömmu um morguninn. Ég hugsaði að það yrði léttara fyrir mig að skilja við hana ef ég sæi, þeg- ar hún færi að heiman. En svefninn varð sterkari en minn sex ára vilji. Þegar ég vaknaði var mamma farin fyrir tveim tímum. Þessi vonbrigði eru þau sárustu og minnisstæð- ustu frá æskuárum mínum. Mamma kom heim aftur. En dag einn fyrir nokkrum árum var

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.