Barnablaðið - 01.10.1949, Blaðsíða 9
BARNABLAÐIÐ
7
('Framhald).
Hún óttaðist föður sinn meira en
lögregluna. Hún gerði sér í hugar-
lund refsinguna, sem biði hennar
heima.
Irma var líka niðurdregin. Hún
hafði ekki svo mikið að óttast
heima. Þar var ekki mikið fengist
um svona lagað, en hún óttaðist lög-
regluna.
„Jæja, ætli við hypjum okkur
ekki í skólann aftur,“ sagði Irma
þegar þær voru komnar út úr skrif-
stofunni. „Vertu nú ekki svona
eymdarleg á svipinn." Að svo mæltu
hljóp hún upp tröppurnar og skyldi
Gróu eina eftir. Gróa gekk hægt af
stað, en hún fór ekki inn í skólastof-
una, hún gat ekki hugsað til þess að
mæta háði og spotti skólasystkin-
anna. Næstum ósjálfrátt báru fæt-
urnir hana eftir götunni. Fyrir hug-
arsjónum hennar birtust myndir af
þeim tíma, þegar pabbi hennar
hafði vinnu í verksmiðjunni. Hún
minntist þess, hvernig hún hljóp á
móti honum þegar hann kom úr
vinnunni. Svo lyfti hann henni upp
á herðar sér og bar hana heim, þar
sem ríkulegt matborð beið þeirra.
Þreytan og sulturinn ráku hana
heim á leið þrátt fyrir hræðsluna
við móttökurnar.
Skjálfandi læddist hún upp tröpp-
urnar. Hún hafði reikað um tímun-
um saman og það var komið langt
fram á kveld.
Með sjálfandi höndum opnaði
hún dyrnar inn í fátæklegu íbúðina.
Móðir hennar sat á bekknum í káp-
unni og neri hendur sínar í örvænt-
ingu. Faðirinn gekk eirðarlaus fram
og aftur, frá sér af reiði yfir þeirri
svívirðu, sem Gróa hafði leitt yfir
þau. Hann var ekki með sjálfum sér
og öskraði eins og dýr meðan hann
tyftaði Gróu miskunnarlaust.
Móðirin reyndi árangurslaust að
hafa áhrif á mann sinn. Hún skildi
að Gróa þurfti annars með fremur
en refsingu og harðyrði. Faðirinn
var ófáanlegur til þess að auðsýna
miskunn. „Hvaðan eigum við að fá
peninga til þess að borga það, sem
þú hefir stolið, þjófurinn þinn?“
æpti hann. „Er ekki nóg að við er-
um vesöl og fátæk. Nú getur fólk
líka fengið ástæðu til þess að kalla
okkur þjófa. Þú ættir skilið að ég
gerði út af við þig, illyrmið þitt.“
Gróa æpti hástöfum af hræðslu og
sársauka meðan faðirinn refsaði
henni og þegar hann uppgefinn af
æðiskastinu fleygði henni frá sér á
gólfið, hnipraði hún sig grátandi
saman. Loksins tókst móður hennar
að koma henni í rúmið.
„Svona, Gróa mín,“ sagði hún