Barnablaðið - 01.10.1949, Qupperneq 10

Barnablaðið - 01.10.1949, Qupperneq 10
8 BARNABLAÐIÐ hlýlega, „pabbi þinn vill þér ekki illa, en þú veizt að hann er upp- stökkur og svo hafði hann drukkið í dag.“ Gróa svaraði engu, hún heyrði varla til móður sinnar. Hatrið og reiðin æddu innra með henni. Aldr- ei skyldi hún fyrirgefa pabba sínum þetta. Hún var reiðubúin að leiða yfir hann alla þá vanvirðu, sem hún gæti. Frú Larsen hafði haft rétt fyr- ir sér í því, að rétta aðferðin væri ekki refsing á þessu stigi málsins. Hún fann hefnigirnina hjá Gróu og var í ráðaleysi. Þá var barið að dyrum. Gróa þekkti rödd Svenssens þegar hann spurði eftir henni. Hann vissi um yfirheyrzluna, og þegar Gróa kom ekki aftur í skólann, varð hann áhyggjufullur um hana. „Hún er komin heim,“ sagði frú Larsen og strauk hendinni um tár- vott andlitið. „Hún er komin í rúm- ið.“ „Skyldi hún vera vakandi? Gæti ég fengið að tala við hana?“ „Hún er vakandi, en ég veit ekki, það er allt í drasli þar inni.“ „Það gerir ekkert til.“ Hann gekk inn, settist á stól við rúmið og tók í hönd Gróu. Hún leit undan og reyndi að forðast hann. „Þetta var ljóta atvikið, Gróa. Það er ekki furða þótt pabbi þinn yrði reiður. Hann hafði ekki hug- mynd um, að þú værir í svona slæmum félagsskap.“ „F.g get aldrei fyrirgefið honum þetta,1 ‘hvæsti hún. „Ég er orðin of stór til þess að vera tuskuð svona til.“ „Við getum hvorki brotið lög Guðs né manna, án þess að fá refs- ingu. Ef þér skilzt það, verður ekki eins erfitt fyrir þig að fyrirgefa föð- ur þínum. Þú veizt að hann hefir svo margt að stríða við. Þú veizt að hann er atvinnulaus og þess vegna hefir hann fallið í örvæntingu. Það kemur niður á taugakerfi hans, og liann verður þunglyndur. Þú syndgár stórlega með því að vera svona reið við föður þinn. Manstu ekki eftir hvað við lásum í Kristin- fræðitímanum: „Heiðra skaltu föð- ur þinn og móður." Þú sérð sjálf hvílíkar afleiðingar syndin hefir. Þú hefir ekki viljað hlusta á góð ráð og aðvaranir, og nú hafa afleið- ingarnar komið yfir þig. Og syndin leiðir enn meira böl yfir þig, ef þú ekki flýrð til Jesú, sem dó á krossin- um einnig fyrir þínar syndir. Hjá ■ Honum getur þú fengið kraft til að lifa hreinu lífi.“ Kærleiksrík orðin voru eins og smyrsli á hjartasár Gróu. Tárin byrjuðu að renna niður vanga hensar og þá skildi Svenssen að Gróa var enn ekki forhert. „Jesús elskar þig, Gróa,“ hélt hann áfram. Hann vill frelsa þig frá því að glatast í syndinni. Hann vill gefa þér gleði og hamingju.“ „Hvernig ætti ég að verða glöð og

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.