Barnablaðið - 01.10.1949, Blaðsíða 12
10
BARNABLAÐIÐ
Drengurinn sem gleymdi að þakka
„Karl, viltu lána mér bókina þína
með fallegu myndunum, þú notar
hana ekki sjálfur núna.“ Það var
Anna litla, sem talaði til bróður
síns.
„Nei, þú færð ekki bókina mína,“
svaraði Karl önugur. Hann fleygði
kubbununt sínum og flýtti sér að
hrifsa bókina frá systur sinni. Hún
gekk hrygg til mömmu sinnar, sem
sat og saumaði. Anna lagði höfuðið
í kjöltu hennar og greip fast um
kné hennar.
„Vertu ekki leið yfir þessu, stúlk-
an mín. Ég hefi heyrt og séð hve
slæmur hann hefir verið.
„En ég get ekkert gjört, hann á
sjálfur bókina og ég get ekki neytt
hann til að lána hana.“
„Sjáðu, hérna er fallegt efni, nál
og spotta hefir þú í saumakassan-
um. Saumaðu nú fínan kjól á
dúkkuna þína!“
Anna flýtti sér burt mjög ánægð,
hún fann saumadótið og settist við
vinnuna í næsta herbergi.
Móðirin kallaði á Karl. „Hvers
vegna vildir þú ekki lána Önnu
bókina?“
„Anna á sjálf bækur,“ svaraði
hann niðurlútur.
„Elsa frænka á líka bækur sjálf,
en samt fékk hún lánaða bók hjá
mér í gær. Manstu hve glað.ur þú
varst yfir heimsókn hennar, þegar
hún gaf þér appelsínu? Ekki hefði
nú systir þín eyðilagt bókina fyrir
þér. Hugsaðu hve góð og hjálpfús
Anna er við þig. Mundu nú þetta í
næsta skiptið, ef Anna skyldi segja
nei, ef þú biður hana einhvers.“
Karl fór aftur að leika sér að
kubbunum sínum, hann var hálf
skömmustulegur.
Stundu seinna kom Anna hlaup-
andi inn með stóra köku í hendinni.
„Mamma, sjáðu fínu kökuna, sem
frú Svensen gaf mér.“
„Ó, Anna, gefðu mér svolítið af
henni!“
Án þess að hugsa sig um, skipti
hún kökunni í tvennt og rétti ann-
an helminginn að bróður sínum.
Hann greip hana áfjáður og var bú-
inn að bíta stórt stykki úr henni,
þegar hann kom auga á móður sína.
Hún horfði á hann með því augna-
ráði, sem minnti hann á nýafstaðið
samtal. Karl horfði niður fyrir sig
og roðnaði, svo lét hann strax köku-
stykkið frá sér og flýtti sér til Önnu.
„Þakka þér fyrir, kæra Annal"
Hann hafði ekki einu sinni þakkað
systur sinni.
Litlu seinna settist Karl aftur á
gólfið með kubbana sfna og Anna
með saumadótið sitt. Að síðustu
ultu allir kubbarnir um. Hann