Barnablaðið - 01.10.1949, Qupperneq 16
14
BARNABLAÐIÐ
Tíminn leið. Elísabet var ekki
lengur eins eftirsótt af kunningjum
sínum. Margir vinirnir sviku hana,
og hún var oft ákaflega einmana í
heiminum.
Jane hélt áfram að starfa fyrir
Jesú. Hún var ávallt upptekin við
að hjálpa öðrum. Hún eignaðist alls
staðar vini, hvar sem hún fór, því að
hún var alltaf með vingjarnlegt bros
á vörum og talaði alltaf vingjarn-
lega við alla sem hún mætti. Af and-
liti hennar ljómaði innri fiiður og
gleði. Allir gátu að minnsta kosti
séð, að hún var lærisveinn Jesú og
hún var að reyna að feta í fótspor
Hans.
Einnig þú getur verið Ijós í þess-
um heimi, endurskin af Jesú Kristi,
bara ef þú helgar honum algerlega
líf þitt.
G. H.
Þegar hjartað talar
„Mamma!“
Frú Rósa leit upp frá því, sem
hún var að sauma. „Já, hvað vilt þú,
Áki minn?“
„Hefi ég verið góður í dag?“
„Já, þú hefir verið reglulega
góður og duglegur í allan dag. En
farðu nú að sofa.“
Frú Rósa flutti vinnulampann
lengra frá Áka, svo að birtan félli
sem minnst á Áka, sem lá í litla
rúminu sínu og átti að sofa.
Svo varð allt hljótt litla stund,
þangað til Áki reisti sig upp og
sagði:
„Mamma, hugsar Guð eins og þú,
mamma?"
Frú Rósa leit upp og hugsaði
um spurninguna, sem hún varð að
svara.
„Nei, það gerir hann ekki, því að
það stendur í Biblíunni, „að mínar
hugsanir eru ekki yðar hugsanir,"
svaraði hún um síðir. En nú skalt
þú fara að sofa og vera ekki að hugsa
um neitt.“
Áki lokaði augunum og lá hljóð-
ur langa stund. En svo settist hann
upp í rúminu og byrjaði að tala.
„Heyrir Guð allt?“ spurði hann.
„Já, það allra ljótasta og versta.
En <ægna hvers spyrðu einmitt nú,
þegar þú átt að fara að sofa?“
„Jú, vegna þess, að ég er svo
hræddur um að Guð hafi séð og
heyrt, þegar ég hló að Haraldi, því
að hann var svo skrítinn þegar hann
var að reyna að stökkva eins og
við.“
Haraldur var heilsulítill 8 ára
drengur, og hafði alltaf verið haltur
og gat ekki hoppað og hlaupið eins
og aðrir drengir.
„Já, Áki, það heyrði Guð og sá.
Og það var mjög ljótt af þér að gera
þetta.“