Barnablaðið - 01.10.1949, Page 19
LÖGREGLUMAÐURINN OG BÆN EIRÍKS LITLA.
(Framhald af 2. síðu).
uði, í minnsta lagi, áður en þér getið stigið í fætuma, og þér megið vera
nijog þakklátur fyrir það.“
„Þakklátur!" Orðin hljómuðu miður hlýlega frá vörum hans. Það var
auðheyrt, að biturleiki og hryggð höfðu fyllt hjarta hans við tilhugsunina
um að verða að dvelja vikur, já, ef til vildi mánuði á þessum ógeðfellda
stað. En rétt í því að hann með gremju sneri höfðu sínu, varð honum litið
inn í athugul augu, er lýstu í senn bæði ótta og forvitni. Tillitið kom frá
saklausum, bládjúpum bamsaugum og það þrengdi sér inn í hjarta hans
og vitund. Með hlýlegri feimnisrödd, spurði barnið í lágum rómi: „Er lið-
anin nokkru betri nú, hr. lögreglumaður?" Lögreglumaðurinn svaraði
ekki samstundis. Hann var svo einkennilega hrifinn af augum þessa litla,
alvörugefna, en jafnframt skilningsríka og elskulega drengs. Eiríkur end-
urtók spumingu sína, og loks gaf lögreglumaðurinn svar, meðan hann
horfði með athygli á drenginn.
„Betri!“ Og því næst hélt hann áfram: „Ekki vitund, en þú. hver ert
þú og hvað heitir bú?“
„Ég heiti Eiríkur Nesset, ég hefi legið lengi hér. Ég get ekki lengur
gengið, því að mér er svo illt í fótunum, en ég ætla að vera ákaflega ró-
legur og þægur, því að systirin segir að þér séuð Iögreglumaður.“
Þrátt fyrir hinar sára kvalir, gat lögreglumaðurinn ekki stillt sig um
að hlæja að þessum orðrnn. En við það varð Eiríkur litli nokkru djarfari.
Ifann hugsaði sem svo: „Lögreglumaður, sem hlær, getxu: ekki verið
vondur maður!“
Því næst byrjaði hann að segja þessum nýja félaga sínum eitt og ann-
£>ð, sem við hafði borið, unz hjúkrunarkonan kom og traflaði samtalið.
Það atvikaðist því þannig, að lögreglumaðurinn hafði mjög lítinn tíma
til þess að íhuga ástæður sínar, sem líka voru langt frá að vera honum
til uppörfunar. Það var hræðileg tilhugsun fyrir hinn þróttmikla starfs-
mann, að þurfa, ef til vildi um langan tíma, að vera algerlega iðjulaus.
Þegar leið að kvöldi, barst rödd Eiríks litla aftur að eyrum hans. Hann
talaði í hálfiun hljóðum við hjúkrunarkonuna, og lögreglumaðurinn
heyrði allt, sem hann sagði.
„Ég hefi veitt honum eftirtekt, systir,“ sagði hann, „og ég hugsa að
hann biðji ekki, en ég held að það sé af því að kvalirnar, sem hann líður,
séu of miklar til þess að hann geti beðið. Þegar mér Iíður mjög illa í fæt-
inum, get ég ekki beðið, ég get ekkert nema grátið. Það getur verið þann-
ig með hann, en Iögreglumaður grætur nú náttúrlega ekki? Eða hvað
lieldur þú, systir?“
(Framhald á 4. síðu).