Barnablaðið - 01.02.1966, Qupperneq 4

Barnablaðið - 01.02.1966, Qupperneq 4
niður fjallshlíðina. Þar uppi skipti gatan sér í marga troðninga, og kýrnar voru vanar að fá sjálfar að velja, hvaða troðninga þær vildu ganga, til þess að komast á beitilöndin. Nú höfðu drengirnir skóginn að baki sér, og einnig hið opna svæði í skógarjaðrinum. Lafmóðir komu þeir niður að ströndinni, við vatnið. Þar sáu þeir tiltölulega stóran fisk, alveg við flæðarmálið, sem stökk beint út í vatnið, við komu þeirra. Hann synti áfram spölkorn. Svo var hann kyrr nokkur augna- blik, en sneri svo hægt aftur. Það var alveg eins og hann langaði aftur, til þess að kom- ast í flæðarmálið, þar sem vatnið var hlýrra. Drengirnir fóru nú í hægðum sínum með- fram vatninu, þar til að þeir komu að litlum læk. Vegna þess, að þeir voru í skóm, og vildu ekki að þeir blotnuðu, fóru þeir spöl- korn meðfram læknum, unz þeir sáu hvar hann var mjórri. Þar fóru þeir yfir hann á staksteinum. Þegar þeir voru komnir yfir lækinn, smeygðu þeir sér í gegnum nokkra lága viðarrunna, og voru þá aftur komnir niður að vatninu, hinum megin lækjarins. Þeir gengu meðfram læknum svolítinn spotta, þar til að þeir komu til staðar, þar senr þeir liöfðu verið mörgum sinnum áður. Á þessum stað þekktu þeir hvern einasta stein og hlut, sem þarna var. Þetta var eitt af hinum mörgu skógarheimilum þeirra, sem þeir höfðu til þess að hvíla sig á. Þeir settust niður undir stóru grenitré, og byrjuðu að opna pakpokana og taka upp það, sem í þeim var. Þetta höfðu þeir gert hundruð sinnum áður. Og þeir vissu eiginlega fyrirfram, hvaða nesti það var, sem þeir höfðu meðferðis, svo það var í sjálfu sér ekkert nýtt. Þarna var flaska með mjólk í. Mjólkin var ábyggilega að verða súr, og það var ekki svo furðulegt, eins og þeir höfðu hlaupið og hrist liana til. Svo var askur með smjöri í. Á hann höfðu aðrir drengir skorið út stafi — gotneskt let- ur —, sem Jónas þekkti ekki. Þessir drengir voru líklega fullorðnir menn núna. Því næst tóku þeir upp brauðpokann með innihaldi hans. En hvað reykta fleskið ilmaði! í hug- anum gátu þeir fyrirfram séð, hvernig þeir Drengirnir borðuðu undir stóru trc. mundu skera stórar sneiðar af því nteð rýt- ingnum, og leggja þær á milli þykra laga af þunnu hrökkbrauði. Þar voru egg, pönnu- kökur og einn pakki af tei. Á þessum pakka voru myndir af undarlegum, útlendum frí- merkjum, sem rninnti á framandi lönd og þjóðir. En livað var þetta? Stykki af þurrkuðu kindakjöti! Það var það besta, sem Jónas vissi. Hann tók hnífinn og skar af því nokkra smábita og lét upp í sig. Hann tuggði og tuggði, sneri við kjötbitanum í munninum og tuggði aftur. En hvað það var gott. Að lokum byrjaði hinn uppþornaði safi að kom- ast í snertingu við bragðtaugar tungunnar og þá fyrst naut hann Jress til fulls. Það var ekki agnar ögn eftir af safa, er Jónas að lok- um renndi kjötinu niður. Aðeins sá sem sjálf- ur hefur reynt þessa aðferð, getur gert sér í hugarlund, hvað þetta var gott og eftirsótt kúasmölunum. Þegar búið var að borða, áttu drengirnir að fá sér bað. En áður en þeir fóru niður til vatnsins, stóð Jónas kyrr svolitla stund, fyrir framan grenitréð, hélt niðri í sér andanum, 4

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.