Barnablaðið - 01.02.1966, Qupperneq 9

Barnablaðið - 01.02.1966, Qupperneq 9
Mamma kenndi mér að biðja. gaman, að geta gefið henni eitthvað sérstak- lega fallegt, til dæmis nýjan lindarpenna eða fallega blússu, sem hún gæti notað á sunnu- dögum, þegar hún færi í kirkju. Það væri hægt að gefa henni svona gjöf, ef að hann gæti unnið þessa peninga. Hann ætlaði að biðja Guð um það, og líka að gera sitt bezta sjálfur. í vistlegu gulmálaða eldhúsinu, var mannna hans að baka súkkulaðiköku. Brostu mamma,“ sagði Páll um leið og liann lét leift- ursperuna í myndavélina. ,,En hvað þú leggur mikið á þig fyrir þessa keppni, elskan.“ Páll kinkaði kolli. ,,Ég verð að reyna að nota filmuna þessa viku,“ sagði 'hann. ,,Þeg- ar ég kem heim frá skólanum eftir hádegi, er sólin svo lágt á lofti, að það er svo stutta stund sem að liægt er að taka myndir úti. Og það er á föstudaginn kemur, sem verður dæmt um hver vinnur keppnina." Þegar Páll sá mömmu sína vera svo önn- um kafna í eldhúsinn, fékk hann ennþá meiri löngun að vera duglegur í starfi sínu. Hann hafði oft verið sigurvegari í skólanum, þegar drengirnir voru að keppa í kapphlaupi til dæmis, en þegar hann ætlaði að taka mvnd ir, þá var hann ekki eins duglegur. Það kom líka fyrir, að þegar liann átti að skrifa eitt- hvað, þá gat hann varla hugsað. En nú ætl- aði hann virkilega að leggja hart að sér. Þennan dag tók Páll myndir af pabba sín- um, er hann var að steikja svínakjöt. Næsta dag tók hann mynd af bílnum þeirra og pabba og mömmu, þegar þau voru að koma frá samkomu. Eftir hádegi gat hann tekið mynd af afa, sem þá kom f heimsókn. Og til þess að klára filmurúlluna, tók hann einnig mynd af Bellu, litla svarta hundinunt. Snemma á mánudagsmorgun, fór Páll til þess að fá filmuna framkallaða. „Getið þér framkallað hana mjög fljót- lega?“ spurði hann. Ég ætla að taka þátt í keppni." ,,Abyggilega,“ svaraði maðurinn sem tók við henni. Ég hugsa að hún geti orðið tilbúin á miðvikudag, eftir hádegi.“ Allan mánudaginn var Páll að biðja Guð um að hjálpa sér. A þriðjudaginn las liann þetta vers í Biblíunni sinni: ,,Ef að þið biðjið einhvers í mínu nafni, mun ég gera það.“ Þessi orð blessuðu liann og 'hann hélt áfram að biðja. Honum fannst tíminn vera lengi að líða, og það var ómögulegt að festa hugann við nokkuð annað. En að lokum, þegar skólatfma hans var lokið á miðvikudaginn, gat hann farið og sótt myndirnar. Hann hljóp heim og lokaði dyr- unum vel áður en liann opnaði umslagið. En Páll litli varð mjög hryggur, er hann sá fyrstu myndina. Hinar lágu greinar hlynsins höfðu varpað dökkum skuggum á andlit pabba hans, svo að myndin var al- veg ómöguleg. Með von í hjarta sínu léit hann á hinar myndirnar. En hann varð fyrir sárum vonbrigðum. Húsið stóð á ská á mynd- inni. höfnð afa hafði aldrei komizt með, og Bella hafði dinglað rófunni, svo að myndin var misheppnuð. Það var eitthvað að, á hverri einustu mynd. „Mikið var þetta leiðinlegt," sagði Páll við sjálfan sig. Nú var alveg vonlaust að vinna í keppn- inni. f)g það sem verra var, hann gat ekki keypt neitt handa móður sinni. Hann hefði 9

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.