Barnablaðið - 01.02.1966, Síða 10

Barnablaðið - 01.02.1966, Síða 10
þurft að læra myndatöku áður. Hann leit sem snöggvast niður á myndapakkann aftur. Efst í búnkanum lá mynd af móður lians þeg- ar hún var að vinna í eldhúsinu. Hann hélt að hann hefði lialdið myndavélinni rétt, en hann hafði aðeins náð að mynda hendur hennar. Hann brosti. Nei, hann var ábyggi- lega ekki verður að fá nein verðlaun. F.n þegar hann fór að hugsa um, livað þessar liendur höfðu gert fyrir hann, — þá datt hon- um nokkuð í hug. Gat ekki þetta verið liugs- un beint frá Guði? Ef til vill mundu þessir dómarar képpninnar hlægja að honum, en hann ætlaði að reyna samt. Og svo ætlaði hann að biðja. Hann flýtti sér að skrifborðinu sínu, og tók fram vasabók úr skúffunni, reif eitt blað úr henni og byrjaði að skrifa. Þegar hann var búinn að því, skrilaði hann það mjög vel á annað lrlað, svo að það skyldi líta fallega út. Það blað lét hann í umslag, ásamt einni mynd úr pakkanum. Nú var það búið. Nú var aðeins að bíða og sjá hvað kæmi fram á föstudaginn. Svo kom þessi eftirþráði dagur. Það var haldin foreldrahátíð í skólanum, sem Páll var í. Og í lok hátíðarinnar yrði sagt frá því, hver hefði unnið keppnina í myndatökunni. Páll kom snemma ásamt foreldrum sínurn, og allt var svo skemmtilegt. Hann var einmitt að enda við að drekka gosdrykkinn sinn og borða kökurnar, þegar skólastjórinn gekk upp í kennarastólinn. ..Heiðruðu konur, karlar, stúlkur og dreng- ir! Eg hef ánægju af, að geta sagt ykkur hver vann í myndakeppninni,“ sagði hann. Hjarta Páls byrjaði að berjast í brjósti hans. ,,Það voru margar góðar myndir í þessari keppni, svo erfitt var að velja, hver væri bezt,“ hélt skólastjórinn áfram. „En sá sem fékk fyrstu verðlaun, heitir Ríkharður Hansson." Páll gat ekki dulið vonbrigði sín. En hon- um 1 eið dálítið betur, þegar pabbi hans lagði hönd sína á herðar hans, og sagði: „Hann Ríkharður verðskuldaði að vinna, hann er alveg meistari í myndatöku." Einmitt þá byrjaði skólastjórinn að tala „Það var líka önnur mynd sem vakti tölu- verða athygli. Hún var dálítið óvenjuleg. Það voru aðeins tvær hendur. En þar sem það er mæðradagurinn á mánudaginn kemur, er það þess vert að minnast hennar. Og nú skal ég lesa upp það sem skrifað var: „Þessar heridur eru þær beztu og mýkstu liendur í allri veröldinni. Þær studdu mig, er ég sem lítið barn tók fyrstu sporin. Og þegar ég varð eldri, 'héldu þær í hönd mína, er ég beið eftir grænu ljósi í umferðinni. Þær bursíuðu á mér hárið, áður en ég fór í sunnudagaskól- ann. Þessar hendur sýndu mér hvernig ég ætti að spenna greipar og biðja tii Guðs og þær svöluðu enni mínu, Jregar ég var veikur. í eldhúsinu baka Jæssar hendur súkkulaði- kökurnar og þær strjúka fötin mín, þegar þær eru búnar að þvo þau. í þessum höndum, rúmast margar smálestir af kærleika. Eg veit það vegna þess, að þær tilheyra yndislegustu móður Jressa heims. Hún er mín eigin mamma." Páll var yfir sig kominn af undrun. Þetta var Jrað sem hann hafði skrifað. „Vill Páll Adamsson koma hingað fram,“ sagði skólastjórinn. „Við höfum hér fallega blússu, sem hann ábyggilega befur gaman af að gefa mömmu sinni. Hjarta Páls var fullt af fögnuði, er hann gekk fram að kennara- stólnum. „Ég Jrakka þér Drottinn,“ hvíslaði liann. Augu móðurinnar fylltust tárum, þegar hann rétti henni gjöfina. „Þú gerir mig að hamingjusömustu rnóður í veröldinni," sagði hún. Það var ekki laust við, að Páll héldi að hún mundi faðrna hann að sér fyrir framan allt fólkið. En hún hefði víst mátt það, því að hann var hamingjusamur líka. Það er und- arlegt með mæður, liugsaði bann. Það er ekki gjöfin í sjálfri sér, senr gerir þær mest ham- ingjusamar, heldur kærleikurinn sem er bak- við. Nú lagði pabbi aftur hönd sína á herðar lians. Já, nú var Páll sannarlega glaður. En eitt vissi hann fyrir víst, að Jrað var Guð sem hafði gefið honum þessa undursamlegu hug- mynd. 10

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.