Barnablaðið - 01.02.1966, Síða 12

Barnablaðið - 01.02.1966, Síða 12
heima í næsta húsi. Þær voru líka nrjög mikið saman. Já, næstum alltaf. María fór stund- um með Katrínu í sunnudagaskólann. En jrað kom einnig fyrir, að hún vildi ekki fara með, vegna þess að hún hafði hugsað sér að gera eitthvað annað. Og sárnaði Katrínu það mjög. Þegar farið var að dimma, þetta kvöld, sett- ist Katrín niður til þess að reikna dæmin sín, og byrjaði að lesa: „Jón kaupmaður keypti epli fyrir Pip. . . . pip. . . . pip, heyrð- ist allt í einu. Hvað er þetta? Hvaðan kom þetta hljóð? Var fugl kominn inn í herbergið? Eða mús? Ekki varð hún vör við neitt sér- stakt, svo að hún byrjaði að lesa aftur: ,,Jón kaupmaður keypti epli fyrir 20 kr. kg og seldi þau fyrir. . . . Pip. . . . pip. . . . Ni'i heyrðist þetta hljóð aftur. Þá sá hún allt í einu eittlivað sem var á hreyfingu fyrir utan gluggann. „Þetta er fugl!“ kallaði hún upp, og flýtti sér að opna gluggann, svo að hann gat flogið inn í herbergið. Katrín starði alveg undrandi á hann. Þetta var lítill blár páfagaukur. Hann settist á lierðar hennar eins og hann vildi leita sér skjóls og viðraði sig upp við háls- inn á henni. „Litli vesalingurinn þinn! jrú ert alveg skjálfandi." Hvern ertu að tala við?“ spurði móðir hennar, sem var kominn inn í herbergið. Hvað er Jretta? Fallegur lítill páfagaukur!" Nú varð reikningsdæmið að bíða svolítið. Katrín þaut upp á efri hæðina, jrar var fugla- búr sem amma hafði átt þegar luin lifði og átti kanarifugl. Móðir Katrínar sótti svolítið fuglafræ, og litli páfagaukurinn kro]rpaði jrað græðgislega í sig. Hann virtist vera alveg glorhungraður. Þegar hann var búinn að eta nægju sína, hoppaði 'hann upp á hæsta prikið og fól höfuð sitt undir vængnum. Katrín mátti varla bíða, þangað til María kæmi, til þess að vera henni samferða í skól- ann næsta morgun. Hana langaði svo mikið að sýna henni fuglinn. „Hann er með óskalitinn þinn,“ sagði María, þegar hún sá hann. Meðan Katrín var 12 í skólanum, gat hún varla fest hugann við nokkuð annað en fuglinn. „Bláinn," ætlaði hún að kalla hann. Nú var bara eitt sem trufl- aði gleði hennar. Það hlaut að vera einhver sem átti hann. ..Við verðum að athuga í blöðunum,“ sagði móðir hennar. „Það er einhver senr er bú- inn að tapa þessum fugli. Það getur verið að það verði auglýst eftir bonum undir fyrir- sögninni: Tapað og fundið. Hvert einasta kvöld athugaði Katrín dag- blaðið, til þess að sjá, hvort að nokkur hefði tapað páfagauk. „Týndur hundur--------Týnt arbandsúr. . . . Týndur hvítur kettlingur. . . . las hún„ en enginn hafði tínt páfagauk. Þeg- ar hún var búin að leita í blaðinu í Jrrjá daga, og hafði ekkert fundið, fannst henni að páfa- gaukurinn hlyti að vera hennar eign. Og næstu daga á eftir var hún alltaf að hugsa um, að afla sér peninga, til jsess að geta kevpt nýtt búr handa honum. Þegar hún kom heim frá skólanum, dag einn, lá miði á borðinu. Það var mamrna hennar sem hafði skrifað liann. „Elsku Katrín, ég er að fara á samkomu. Viltu taka blöðin, sem liggja frammi í forstofu og pakka Jreim vel saman. Það er maður sem ætlar að sækja þau í fyrramálið. Eftir það máttu svo leika þér, þangað til að ég kem heim.“ „Komdu Bláinn," sagði hún um leið. og hún bar búrið lians fram í forstofu. Þegar hún var búin að pakka inn blöðunum, og var að binda snæri utan um þau, féllu augu hennar á dálkinn: Tapað og fundið . Hún kallaði upp yfir sig. „Komdu sæl Katrín!“ Það var rödd Maríu. „Hvernig líður Blánum?“ María hafði konrið inn bakdyramegin. „Blánum, þökk ágætlega," svaraði Katrín dauflega. „Er nokkuð að? Mér finnst Jrú vera svo skrítin." „Ég get ekki liaft hann lengur, ég verð að fara með hann til eigandans“ sagði Katrín með sorg í röddinni. „Er það? Ég hef athugað blöðin á hverj- um degi,“ svaraði María, „en ég hef ekki

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.