Barnablaðið - 01.02.1966, Qupperneq 14

Barnablaðið - 01.02.1966, Qupperneq 14
ennþá getað fundið að nokkur hafi týnt páfa- gauk. „Líttu á hér. í þessu blaði, sem kom út dag- inn áður en ég fann hann, stendur: „Týndur, lítill blár páfagaukur, sem 'heitir Pétur. Hann er merktur á öðrurn fæti, marz 1963. Vinsam- lega skilið honum á Álmagötu 124. María las þetta liægt yfir. „Og þú heldur að það sé Bláinn?“ Katrín kinkaði kolli. „Það er band á öðr- um fætinum á honum með sama ártali,“ sagði hún. „Viltu fara með mér að skila honum, þegar mamma kemur heim?“ „Af hverju? Ef að þú hefðir ekki séð þenn- an fugl, hefði hann kannske dáið úti, og ef að þú bara þegir, veit enginn um hvernig þú hefir fengið hann.“ „Það veit ég. En Guð veit það. María leit á Katrínu alveg undrandi. „Þetta er ekki að stela. Ekki gazt þú gert að því, að liann týndist. Hvers vegna hefur þú liann ekki áfram?“ „Ég get það ekki María. Það er órétt að halda honum, þegar ég veit hvar liann á heima.“ „Ha, þú hefur ábyggilega ekki gott af að fara alltaf í sunnudagaskólann, þegar það er svona, að þú mátt ekki eiga neitt sem þér þykir vænt um.“ „Það stendur skrifað í Biblíunni, að allt samverkar þeim til góðs, sem Guð elska. Og mig langar að gera vilja hans, þó að ég missi Bláinn við það.“ Klukkustundu síðar lögðu þær stúlkurnar af stað með búrið. Katrín vafði trefli utan um það, svo að fuglinum yrði ekki kallt. Þá heyrð- ist allt í einu svo einkennilegt hljóð í honum, það var alveg eins og liann vildi spyrja hvað Jressi aðferð ætti að Jrýða. „Vertu ekki hræddur, Bláinn, nú ertu að fara heim.“ Nokkru síðar voru Katrín og María komn- ar að anddyri hússins númer 124 í Álmagöt- unni. Kona kom til dyra, og varð alveg undr- andi er hún sá fuglabúrið. „Ó, hefur þú fundið Pétur?" kallaði luin upp. „Er Pétur kominn aftur?“ var kallað innan úr herberginu. Þegar stúlkurnar voru komnar inn úr dyrunum, sáu þær stúlku á þeirra aldri, sem mætti þeim rúllandi í hjólastól. „Sjáðu Lára,“ sagði móðir hennar. „Hérna er páfagaukurinn þinn.“ „Ó, Pétur!" kallaði hún upp. „Þú ert kom- inn aftur!“ Og því hljóði sem Pétur svaraði stúlkunni með, gat Katrín aldrei gleyrnt. Nú fyrst skildi hún til fulls, að fuglinn tilheyrði þessari stúlku í hjólastólnum. Og þegar hún sá gleði hennar, gladdist hún yfir því, að páfagauk- urinn hafði einmitt kornið að hennar glugga, Jregar hann var týndur, svangur og kaldur. En Jregar hún leit niður í tóma fuglabúrið, kom kökkur í hálsinn á henni. „Við verðum víst að fara,“ sagði María. „Bless Lára og bless Pétur,“ sögðu stúlkurn- ar, um leið og þær snéru til dyranna. „Bíddu augnablik,“ sagði mamma Láru við Katrínu. „Viltu gera svo vel og skrifa síma- númerið Jjitt lieima hjá þér, á þennan litla bréfmiða." „Hvers vegna? Já, auðvitað,“ svaraði Katrín dálítið undrandi. „Frænka Láru elur upp páfagauka og hún á nokkra unga núna,“ sagði móðir Láru. „Þeg- ar þeir verða nógu gamlir, til Jress að geta farið frá móður sinni, mátt Jdú eiga einn þeirra. Mundir Jrú hafa gaman af því?“ Glampinn í augum Katrínar var nóg svar. Hún var alveg frá sér numin af gleði, þegar þær fóru frá heimili Láru. „Það hefði verið hræðilegt ef að Jdú hefðir ekki skilað fuglinum,“ sagði María á heim- leiðinni. „Nú átt þú samt sem áðnr þinn eigin páfagauk.“ „Já, en Jró að ég liefði ekki fengið neinn páfagauk í staðinn, þá rnundi ég samt hafa verið hamingjusamari, yfir að hafa fært Láru hennar eigin fugl. Guð lofaði því að allir hlutir skuli samverka Jjeim til góðs, sem Guð elska.“ „Ég hef aldrei getað skilið það áður, að Guð skipti sér af svona smámunum eins og litlum páfagauk." Framhftld á bls. 16. 14

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.