Barnablaðið - 01.02.1966, Blaðsíða 16

Barnablaðið - 01.02.1966, Blaðsíða 16
Akvörðun Davíðs Fyrir riimlega 150 árum var í Ameríku 10 ára drengur nokkur, Davíð að nafni. Faðir hans var skipstjóri á stóru skipi, og Davíð léttadrengur á skipinu. Hann fann mikið til sín, því að hann gat blótað eins og hinir fullorðnu og drukkið brennivín eins og hver háseti, sem hafði verið á sjónurn í mörg ár. Og hann var snillingur í að spila upp á pen- inga. „Þó að ég sé aðeins 10 ára gamall," sagði hann við sjálfan sig, „þá er ég sannur karl- maður.“ Ef til vill hefur þú heyrt talað um aðra drengi, sem hafa haldið, að þeir væru karl- rnenn, vegna þess að þeir voru búnir að læra ýmsar ljótar venjur af fullorðna fólkinu. En Davíð átti eftir að verða rnjög undr- andi. Dag einn, tók faðir hans, hann inn í klefa sinn. „Davíð,“ sagði liann, „hvað hefur þú hugs- að þér að verða, þegar þú ert orðinn stór?“ Davíð var alveg tilbúinn með svarið. Hann vissi svo vel, hvað hann ætlaði sér að verða. „Ég ætla alltaf að vera á sjónum,“ svaraði Davíð ákveðið. „Jæja, þú ætlar þér þá að verða sjómaður, sem alltaf er drukkinn og sem flakkar um kring, frá landi til lands, um allan heim.“ „Nei, það hef ég nú ekki liugsað mér,“ Franihald aí bls. 14. „Það stendur allt í Biblíunni," svaraði Katrín. Hana langaði svo mikið að geta gert þetta skiljanlegt fyrir vinstúlku sinni. „Að vita þetta um Guð, er betra en að treysta á óskastjörnuna,“ sagði María. „Já,“ svaraði Katrín. „Það er miklu betra.“ svaraði Davíð dálítið undrandi. „Mig langar til að verða skipstjóri eins og þú, pabbi.“ „Það verður þú aldrei. Enginn drengur, sem hagar sér eins og þú gerir, getur stjórnað skipi. Ef að þú vilt vexða maður með ábyrgð- arstöðu, verður þú að breyta líferni þínu, frá því sem nú er.“ Davíð gat ekki komið upp nokkru orði. Honura sem hafði fundizt, að hann þegar vera orðinn mikill maður. En nú hafði pabbi hans sagt, að hann mundi aldrei ná því takmarki með sarna áframhaldi. Hann fór að liugsa um það sem faðir hans hafði sagt. . . Og hann tók ákvörðun. „Ef þetta er rétt,“ hugsaði hann, „þá verð ég að biæyta um stefnu. Og ég vil gera það strax. Ég skal aldrei framar, smakka svo mikið sem einn dropa af áfengi, alveg hætta að blóta og aldrei spila fjárhættuspil.“ Nokkru seinna tók liann ennþá fyllri ákvörðun. Hann sagði: „Ég vil vera kristinn. Ég vil fylgja Jesú, og gera það eitt sem hann vill." Davíð hætti ekki við sjómennskuna. Með tímanum varð liann skipstjóri, og meira en það. Hann varð háttsettur sjóliðsforingi í bandaríska flotanum og varð landi sínu til mikils sóma. Nafn hans var Davíð G. Faragut. Þegar menn spurðu hann um orsökina til þess að honum hefði heppnast svo vel í starfi sínu, svaraði hann altaf á þessa leið: „Það er vegna þess, að þegar ég var lítill drengur, tók ég ákvörðun um að hætta öll- um þeim sýndarvenjum, sem ég hafði tekið til fyrirmyndar og lifði í. Ég ákvað í þess stað að fylgja Jesú. Á þennan hátt varðveittist ég frá því að verða aðeins drykkfeldur sjómaður." 16

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.