Barnablaðið - 01.02.1966, Blaðsíða 18

Barnablaðið - 01.02.1966, Blaðsíða 18
Birgis, minnkaði á'hugi hennar töluvert. Hún reyndi þó að svara. „I fyrrasumar tók ég nokkrar rósir úr garðinum, og gaf Emilíu frænku á afmælisdaginn hennar. Gamla kon- an sem sér um herbergi hennar, sá þessi blóm, og leit á þau á þann hátt, eins og hún vildi óska, að einhver kæmi til hennar með blórn líka. Svo grenslaðist ég eftir hvenær hún átti afmæli og færði henni blómvönd. Og veiztu það, hún var svo glöð, að hún grét af gleði/ ,,Já, stúlkur," nöldraði Birgir. „Þeim er víst eins létt að skæla, hvort sem þær eru 9 eða 90 ára gamlar. Er það ekki?“ „Það getur verið. En ég hugsaði, að þar sem þessi gamla kona gat orðið svo glöð yfir Jressu, þá skyldi ég gefa öllu gamla fólkinu, sem er á hælinu, blóm Jregar Jrað ætti af- mæli. Og í dag er það Sigríður, þú skilur.“ ,.Já, en hún er ábyggilega allt öðruvísi en hinar. Eg á við hvað hún er montin. Hún sem alltaf gengur um svona hnakkakert, eins og Jrún Jrykist of góð til Jiess að vera á Jress- um stað. Það er sagt að luin sé rík. En síðan maður hennar dó, og sonur hennar fórst í flugslysi, liefur hún verið á Jressu hæli. Eg hef heyrt að lnin kæri sig ekkert um að fá gamla vini sína í heimsókn til sín. Og ég hugsa, að hún hafi engan áhuga fyrir að fá blónr frá þér.“ Og satt að segja vissi Lilja Jrað ekki heldur. Það var satt sem bróðir hennar sagði, að Sigríður var öðruvísi en hinir. Hún gat verið bæði óvingjarnleg og stríðin. Það var barátta í hjarta litlu stúlkunnar. Hvað ætti hún að gera? F.n það var rödd í hjarta hennar sem sagði: „Hún þarfnast þín.“ Þessi rödd minnti hana á kærleika Jesú. Hvað hefði orðið af okkur ef að Jesús hefði alltaf verið að bíða eftir að við elskuðum hann fvrst? Hann elskaði okkur af fyrra bragði. Og auðvitað eigum við að gera hið sama. Nokkru seinna stóð I.ilja í forstofu hælis- ins. Dyrnar að herbergi Sigríðar stóðu hálf- opnar. A litlu borði við gluggann, sá hún nokkuð, sem hafði þau áhrif á hana, að hún helzt af öllu hefði viljað hlaupa í burtu. 18 Þar stóð stór falleg alparós þakin ljósrauð- um blómum. Það var auðséð að þetta úrvals- blóm var frá beztu blómabúð bæjarins. Lilja leit niður á litla blómvöndinn sem hún hafði í hendi sér, sem var aðeins búinn til úr garðablómum. Sigríður rnundi ábyggilega hugsa að hún væri eitthvað skrítin, sem konr með svona lítilfjörlega gjöf á afmælisdegi hennar. En allt í lagi. Hún gat farið, því að Sigríður hafði ekki séð hana ennjrá, og hún mundi aldrei fá að vita, að hún hafði verið Jrar. „Ertu að leita að einhverjum?" heyrðisi allt í einu sagt fyrir aftan han. Það var Sig- ríður. „Ég. ... ég. . . . Til hamingju með af- mælið.“ Lilja gat varla komið orðunum upp. Sigríður opnaði dyrnar upp á gátt. „Gerðu svo vel. Þú ert Lilja, er það ekki? Ég þekki frænku þína Emilíu.“ I.ilja fór feimnislega inn. Hvað mundi nú taka við? Sigríður snerti hægt blómin með stífu fíngrunum sínum. „Undursamlegt," sagði hún. „Viltu láta Jrau í vasa fyrir mig? Ég skal finna vasa handa þér.“ í litlum skáp sem Sigríður opnaði, sá Lilja gljáfægð glös og kínverskt postulín. Sigríður rétti Lilju fallegan, hvítan vasa, til Jress að láta blómin í. Og borðið við gluggann var einasti staðurinn, sem dugði til að láta hann standa á. „Þetta er afskaplega lítill blómvöndur,“ sagði Lilja, um leið og hún lét vasann á borðið hjá stóra blónrinu. „En ljómandi falleg," svaraði Sigríður." „Hvernig datt þér í hug að gefa mér afmælis- gjöf?“ „Ég hugsaði að þú værir svo einmana, og mig langaði til að einhver óskaði þér til ham ingju á afmælisdaginn þinn. Gamla konan sem sér um herbergið hennar frænku, varð svo glöð er ég gaf henni afmælisblóm. Og ég hélt að þú kannski yrðir það líka. En ég vissi ekki þá, að þú þegar varst búin að fá svona framúrskarandi fallegt blóm,“ sagði hún um leið og hún strauk eitt blað á því með fingri sínum.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.