Barnablaðið - 01.02.1966, Side 22

Barnablaðið - 01.02.1966, Side 22
þess vegna aldrei haft not af henni, en hún getur unnið mér mikið gagn. Konan mín mun sjá um hana, og þér fáið drjúga fjár- hæð að launum." Si Mohamed hikaði. Hann hafði á tilfinn- ingunni, að það gæti iiaft slæmar afleiðingar að láta að vilja betlarans. En fleiri hugsun- um skaut upp í huga hans. Hann þurfti mjög mikið á peningum að halda. Kýrin hans hafði brotizt inn á akur nágrannans og var nú í kúafangelsi. Það varð að borga liana út, og þá dygðu engir smápeningar. Það var ómót- nrælanlegt, að vera Kinzu á heimilinu hafði í för með sér, að liann hafði einum munni fleira til að fæða. Leigan frá betlaranum gerði þar lítinn mun. Afar veik tilfinning, leifar af því, sem einu sinni halði verið sanrvizka, fór að gera lronunr órótt. En nú velti lrann slíku ekki lengi fyrir sér. Alls konar hugsanir gerðu vart við sig og Si Mohamed hugsaði sig lengi unr. Kinza var nú eiginlega ekki 'lrans barn. Hamid var orðinn ellefu ára og bráðunr fær um að sjá fyrir sér sjálfur. Rama myndi hann gifta burt eftir þrjú til fjögur ár. Nú hafði lrann ef til vill fyrsta og síðasta tækifærið til að losna við Kinzu. Betlarinn nefndi afar lága fjárhæð, svo að bóndinn rauk upp öskuvondur yfir þessari ósvífni og nefndi aðra margfallt hærri sem þá einu, senr til greina kæmi. Betlarinn fór þá líka að illskast yfir þessari fádæma græðgi, en jók þó tilboð sitt nokkuð. Bóndinn gerði það sama, formælti nízkunni í betlaranum, en lauk nráli sínu með því að lækka kröfu sína nokkuð. Þannig hélt prúttið áfram langa stund. Hefðir þú verið þarna staddur og lrorft á hefðir þú lraldið að þeir ætluðu að ráðast hver á annan. En fólkið senr var þarna og gekk fram lrjá þeim var þessu vant og veitti þeinr enga eftirtekt. A þennan hátt er verð- lag ákveðið í þessu landi. Niðurstöðutalan varð einmitt mitt á milli þess, sem betlarinn bauð og bóndinn hafði krafizt í byrjun. „Ágætt,“ sagði betlarinn að lokunr. Hann samþykkti síðasta tilboð bóndans. „Árla morguns fyrsta dag vikunnar legg ég af stað. Þegar þér afhendið barnið munuð þér fá peningana afhenta í votta viðurvist." Þó að báðir létu senr þeir hefðu gert slænr kaup, voru þeir báðir nrjög ánægðir nreð úr- slitin og betlarinn snéri aftur til Kinzu sinnar í von unr, að hún lrefði betlað með góðunr árangri á nreðan lrann var í burtu. En Kinza hafði alls ekkert unnið á meðan. I staðinn hafði hún skriðið inn í skuggann og sofnað þar. 4. KAFLL Hamid stóð utarlega á torginu og lrorfði stöðugt á nroskuna. Á lrverju augnabliki gæti presturinn birzt og kallað fólk til bæna. Þá væri klukkan fjögur. Þetta var merki frels- isins fyrir Kinzu. Þá fengi hún að fara lreim í eina viku. Þrengslin voru strax farin að minnka, svo að stundum sá Hanrid grilla í systur sína í gegnum mannþröngina, þar sem hún sat við lítinn ruslahaug hjá vinnuveitanda sínunr. Hún var fallin í ónáð, af því að hún hafði sofnað og leit svo þreytulega út, að Hamid dauðlangaði að hlaupa til hennaar og hrifsa hana frá betlaranunr. Hann gróf með tánunr í sandinn og tvísté af óþolinmæði, en ekki lrafði hann augun af moskunni. Moskan var musteri þorpsins. Fannhvít bygging nreð turni, senr gnæfði við himinn. Efst á turninum glitraði á gylltan hálfmána. Á meðan Hamid stóð þarna og beið gekk ganrli presturinn fram. Hann lrafði alskegg og leit nrjög virðulega út í embættisskrúða sýnum. Syngjandi rödd lrans hljómaði út yfir torgið og alla byggðina umlrverfis og kall- aði fólk til bæna: „Það er aðeins einn guð, og Muhameð er spámaður lrans!“ hrópaði hann. Þeir rétttrúuðu streynrdu nú til helgidóms- ins til þess að gera bænir sínar, aðrir drógu skóna af fótum sínum og þar sem þeir voru, snéru þeir sér til austurs, beygðu sig, krupu á kné og hneigðu sig í auðmýkt svo að ennið nanr við jörðu. Þetta fólk skildi hróp prestsins senr kall til bænar, en fyrir Hamid var það merki, senr 22

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.