Barnablaðið - 01.02.1966, Síða 25

Barnablaðið - 01.02.1966, Síða 25
Klukkan var hálf sjö að kvöldi. Á litla sjúkrahúsinu í San Cataldo á Sikiley var allt í hinu ytra með sínu hversdagslega sniði. Eins og ávallt voru öll sjúkrarúm upptekin. Hvar sem komið var lágu sjúklingar í sjúkra- rúmum, og jafnvel á bekkjum í móttökuher- berginu og á göngunum. Hjúkrunarkona gekk á milli sjúklinganna og talaði uppörv- andi til Jreirra. En þó allt virtist í hinu ytra, með hvers- dagslegu sniði, þá var samt nokkuð óvenju- Iegt í aðsigi. í sjúkrastofu númer 12 biðu fimm bræður Jreirrar afgerandi stundar, sem skera mundi úr um hvernig líf þeirra og framtíð yrði. Þeir voru allir blindir frá fæð- ingu. Orsökin var starblinda. Paolo var 15 ára, Carmelo 13 ára, Gioacchino 11 ára, Giu- seppe 9 ára og Calogero litli var 5 ára. Alun pað heppnast? Læknirinn, Luigi Picardo var nýkominn. Hann hafði ákveðið að lramkvæma au2:naað- gerðina á drengjunum Jretta kvöld. Á skrif- stofu sjúkrahússins hitti hann læknirinn Maira, sem ætlaði að aðstoða hann við að- gerðina. Picardo er fremur smávaxinn, ljós yfirlitum og í eðli sínu nokkuð taugaóstyrk- ur. En þetta kvöld virtist hann taka hlutina nteð mikilli ró. Læknarnir töluðu santan, með- an Jreir skiptu um föt og þvoðu sér. Nú kom svæfingarlæknirinn. Deyfilyfið liafði þegar verið reynt og valið. Læknarnir lögðu mikla áher/.lu á að sýna jafnvægi og ró gagnvarí hvor öðrum. Hér, í þessu litla sjúkrahúsi, í litlum bæ á Sikiley, ætluðu læknarnir þetta kvöld, að reyna að gefa fimm drengjum sjón- ina. Móðir drengjanna sat hjá þeim. Við og við Iirópaði yng/ti bróðirinn: „Mamma. . . .“ Og móðirin tók um hönd litla drengsins og hélt Jjétt í hana. Hinir drengirnir töluðu öðru hvoru saman í hálfum hljóðum. Nú kom hjúkrunarkonan inn. ,,Nú förum við, Paolo," sagði hún. Hjúkrunarkonan tók í hönd hans, og Paolo, sá elzti bræðranna, stóð á fætur og fylgdist með henni inn til lækn- anna. IlamiiiKjasamuri dren^ir liafa ef til vill aldrei verið mynd- aðir, en bræðurnir fimm frá Sikiley, þe^ar Jieir í fyrsta sinn K'átu séð umheiminn. Læknarnir stóðu hljóðir í skurðstofunni. En þegar Paolo kom inn, þá gekk Picardo til hans og sagði: „Paolino, ertu hræddur?“ spurði hann. „Nei, ég er ekki hræddur. „Heldurðu að Joetta muni heppnast? „Já, læknir, ég trúi því að það heppnist, ef læknirinn trúir því,“ sagði drengurinn trúaröruggur. Fimm barnanna fœddust blind. Nú hófst skurðaðgerðin. Picardo fjarlægði nreð varfærni hin mjólkurlitu korn, sem hindruðu drenginn í því að geta séð um- heiminn. Síðan saumaði hann saman sárið með hárfínum þráðum. Paolo var síðan aft- ur færður til sjúkraherbergis númer 12. „Við skulum strax byrja á Jreim næsta,“ sagði Picardo, en svæfingarlæknirinn sann- færði Picardo um að honum væri nauðsyn- legt að hvílast stutta stund. Nú kom Carmelo inn í skurðstofuna og næsta aðgerð hófst. Læknirinn fann til geysi- legrar eltirvæntingar. Ennþá gat ihann ekki séð hver árangurinn yrði, en hann var sann- færður um að aðgerðirnar mundu heppnast. Þegar Carmelo hafði verið leiddur út úr skurðstofunni, þá tók Picardo sér litla hvíld, en síðan var Gioacchino sóttur. Eftir hverja aðgerð tók læknirinn sér stutta hvíld, og byrjaði síðan á ný með einbeittni og ákveðni Picardo var þó ekki áhyggjulaus. Hvað mun 25

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.