Barnablaðið - 01.02.1966, Page 26

Barnablaðið - 01.02.1966, Page 26
Ennþá verða drengirnir að taka á þolinmæðinni, auffu þeirra þola enn ekki dagsbirtunn, nema takmarkaðan tíma. Mamma hjálpar til við að stytta biðtímann o«: er hér að gera «ð gamni sínu við Calogero litla, sem að sjálf- sögðu hefur orðið eftirlætisbarn sjúkrahússins. gerast ef fjórir drengjanna fá sjón sína, en einn af þeim verður áframhaldandi blindur? Þessir fimm bræður höfðu allir fæðst í bænum Campobello di Licata. Þetta var lít- ill bær, með nokkrum þúsundum íbúa. Fað- ir drengjanna vann við búskap og hafði eign- azt tólf börn. Fjögur barnanna höfðu dáið, og af þeim átta sem eftir lifðu voru fimm blind. Fjölskyldan var fátæk og hafði oft ekki annað að nærast af en brauð og tómata. Bæjarbúar kenndu í brjósti um fjölskylduna. Oyfirstíganlegur múr, var á milli bræðranna fimm og umheimsins. Á sunnudögum voru drengirnir vanir að ganga út með móður sinni. Þeir leiddust um göturnar og vöktu eftirtekt vegfarenda. Þegar þeir stækkuðu. þá var framkvæmd skurðaðgerð á þrem þeirra, og á tveim þeirra þrisvar sinnum, en aðgerðirnar mis- lieppnuðust. Þá kom einhver með þá tillögu að hefja fjársöfnun, svo að drengirnir gætu komist til sérfræðings í augnlækningum og fengið þar hjálp, án þess að þurfa að hugsa um kostnaðarhliðina. Síðan var söfnunar- nefnd stofnuð og söfnun hafin. Nú streymdu peningarnir inn og brátt liafði safnazt álit- leg fjárupphæð. En þegar læknarnir Picardo og Maira fengu að heyra sögu bræðranna fimm, buðu þeir fram hjálp sína og sjúkra- húsvist bræðrunum að kostnaðarlausu. Og svo komu bræðurnir til sjúkrahússins. Umbúðirnar teknar burt Klukkan ellefu um kvöldið var síðustu skurðaðgerðinni lokið. Um árangur aðgerð- anna var ekki liægt að vita fyrr en umbúð- irnar yrðu teknar frá augunum. Mundu þær heppnast? Nóttin varð erfið fyrir Picardo lækni. Flann gat ekki sofið. Á tuttugu ára læknisferli sín- um, halði hann framkvæmt aðgerðir svo hundruðum skipti af þessu tagi og flestar þeirra liöfðu heppnast. Nú rifjaði hann upp í huga sér liliðstæðar aðgerðir undanfarinna ára og bar saman við aðgerðirnar á bræðrun- um fimm. Hve miklir möguleikar voru á því að bræðurnir fimm mundu fá sjónina? Næsta morgun mundi hann komast að hinu sanna um árangurinn. í sjúkrastofunni, þar sem bræðurnir fimm héldu til, hafði verið byrgt fyrir gluggann til að draga úr sólar- birtunni. Nú var byrjað að taka umbúðirnar frá augum drengjanna. Eftirvæntingin var geysileg í litlu sjúkrastofunni. Brátt höfðu allar umbúðirnar verið fjarlægðar. Drengirn- ir opnuðu augun. Nú hvíslaði einn drengj- ,,Hvað sérðu?“ spurði læknirinn, Calogero litli stóð fyrst í stað orðlaus. Síðan kom bros yfir varir hans og hann hvíslaði: ,,Ép sé ljós. Ég pet séð — alves; eins or önnur börn.. 26

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.