Barnablaðið - 01.02.1966, Qupperneq 30

Barnablaðið - 01.02.1966, Qupperneq 30
Einu sinni var lítill drengur. Hann hét Jón, og átti heima í sveit. Dag einn var Jón beðinn að sœkja kind- urnar. Hann fór í hlý föt, kallaði á fjárhundinn og lagði síðan af stað. Kindurnar voru ekki langt í burtu. Þœr voru hjá ánni, sem var sunnan við túnið. Jón gekk upp með ánni, og leit yfir fjárhópinn. Hann gat ekki séð, að nokkra kind vantaði. Jón fór nú að telja kindurnar. ,,Hundrað og átján, hundrað og nítján. . . .", það vantaði eina kind. Hvar gat hún verið? Jón gekk lengra upp með ánni, en gat hvergi séð kindina. Hvað átti hann nú að gera? FramhaJd á bls. 32. þá kom Picardo inn í sjúkrastofuna. Hann spurði elzta drenginn hvað liann ætlaði að taka sér fyrir hendur nú, þegar hann hefði fengið sjónina. „Ég vil fljúga, ég vil verða flugvirki,“ svar- aði Paolo. „Ég vil sjá halið, ég vil verða sjómaður," svaraði Carmelo. Gioacchino og Giuseppe töluðu livor í kapp við annan, annar sagðist verða bóndi eins og pabbi sinn, en hinn vildi verða hermaður. Calogero litli, sá yngsti bræðranna, sat á rúmi sínu með umbúðirnar fyrir augunum og fletti fallegri litmyndabók. Við og við lyfti hann umbúðunum varlega frá augunum og horfði á myndirnar í bókinni. En nú varð hann hræddur unr að læknirinn mundi ávíta sig svo að hann flýtti sér að láta umbúðirnar fyrir augun aftur. „Og hvað ætlar þú að gera þegar þú kem- ur heim aftur, Calogero?“ spurði læknirinn Drengurinn svaraði ekki, heldur þrýsti að- eins bókinni fastar að sér. „Calogero litli, segðu góða lækninum hvað þú ætlar að gera, þegar þú kemur út frá sjúkrahúsinu," bað mamnra hans. Drengurinn lét höfuðið síga og hvíslaði: „Ég vil.... ég vil leika rriér eins og hin börnin. Þegar ég kem iheim, þá ætla ég kð vera alveg eins og hin börnin.“ Osegjanleg gleði og hamingja geislaði frá þessu litla barnsandliti. Lækninum varð orð- fall, þegar hann sá viðbrögð litla drengsins. Hann tók Calogero í fang sér og þrýsti hon- um að sér. Og enn á ný hugsaði þessi framgangsríki læknir: Þiikk góði Guð, að mér heppnaðist með þá alla fimm, að einn þeirra skyldi ekki verða útundan, blindur um alla framtíð. 30

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.