Barnablaðið - 01.02.1966, Síða 32

Barnablaðið - 01.02.1966, Síða 32
„Ég bið Jesú að hjálpa mér að finna kindina," sagði Jón. (;Hann veit áreiðanlega hvar hún er." Jón gekk að steini, sem var þar rétt hiá og kraup niður og bað: — ((Kœri Jesús, hjálpaðu mér að finna kindina. Ég veit að þú sérð hana, þó að ég geti ekki séðan hana. AMEN." Jón stóð nú upp og gekk niður með ánni. Hann var alveg viss um að Jesús mundi hjálpa honum að finna kindina. Mamma hafði svo oft sagt honum að Jesús lieyrði bœnir, og hún haíði líka oft sagt: „Við getum talað um öll vandamál okkar við Jesúm." Jón fór nú að reka saman kindurnar. Smali gellti og brátt voru kindurnar komnar í þéttan hóp og hlupu í átt heim að fjárhúsunum. Hvar gat týnda kindin verið? Jón gekk á eftir fjárhópnum og leit í kringum sig. En hvað var nú orðið af hundinum? „Smali, Smali", kall- aði Jón. Nú kom hundurinn hlaupandi upp úr lautinni, sem var rétt sunnan við túnið. Smali nam staðar, horfði nið- ur í lautina og gelti ákaft. Jón tók nú til fótanna og hljóp niður í lautina. Og hvað sá hann? Jú, þarna var týnda kindin. Hún lá á bakinu í litlum lœkjarfarvegi og gat ekki staðið upp. Jón fór nú að hjálpa kindinni. Eftir litla stund hafði honum heppnast að losa hana og hjálpa henni á fœtur. Kindin var orðin ákaflega dösuð. En hún gat samt gengið heim að fjárhúsunum. Mikið var Jón glaður, að geta komið heim með allar kindurnar. Þegar hann bað bœnirnar sínar um kvöldið, þá þakkaði hann Jesú fvrir dásamlegt bœnasvar. 32

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.