Barnablaðið - 01.02.1966, Blaðsíða 33

Barnablaðið - 01.02.1966, Blaðsíða 33
Steinninn í sleðabrekkunni — Komið þið strákar, við skulum búa til skíðabrekku. Við leggjum stóra kassann hér niður og svo mokum við mikið af snjó yfir, og þá fáum við bráðlega góða skíðabrekku. Gunnar kom með þessa tillögu og bar upp við félaga sína, þá Svein og Eirík. Þeir áttn heima á Skáni, í Svíþjóð, og þar er mjög lítið af skíðabrekkum. En rétt fyrir utan borgina, þar sem þeir áttu heirna, var örlítil brekka, sem þeir reyndu að bæta upp á þann hátt, sem þegar hefur verið talað urn. Drengirnir létu nú kassann á sinn stað og síðan hófst snjómoksturinn. Þeir héldu starfi sínu áfrarn í alllangan tíma og loks hafði þeim heppnast að gera viðunanlega skíða- brekku. Nú ætluðu þeir að keppa um hver þeirra gæti runnið lengst og einnig hver þeirra gæti stokkið bezt. Gunnar var merktur með bók- stafnum A, Sveinn með B og Eiríkur með C. Keppnin var ákaflega jöfn. Það var svo að segja sarni árangur hjá þeim öllum. Þeir runnu langt út á akurinn, eftir að þeir voru komnir niður úr brekkunni. En niðri á akrinum var steinn, sem var í vegi fyrir þeim. Drengirnir urðu að sveigja til hliðar við steininn. Steinninn var ekki fast- ur og Sveinn kom með þá tillögu, að þeir reyndu að velta steininum úr vegi. — Hvaða vitleysa. Ekki þurfum við að vera að hugsa um það, sagði Gunnar. Sá sem ekki nennir að beygja fyrir steininn, honum er það mátulegt að velta yfir hann. — En ef einhver slasar sig á steininum. Ef til dæmis litlu drengirnir koma hingað með sleðana sína. Þeir eru ekki eins duglegir að beygja fyrir steininn og við erum, sagði Eiríkur. Síðan voru rökræðurnar í fullum gangi. — Heldur þú að ég gangist inn á það, að litlu strákarnir korni lúngað í okkar brekku og eyðileggi liana, sagði Gunnar? — Nei, ég mótmæli því algerlega. Þegar við erum búnir að leggja á okkur margra klukkutíma vinnu, til þess að búa til svo góða skíðabrekku, þá vil ég alls ekki samþykkja að litlu krakkarnir komi hingað og eyðileggi liana, mótmælti Gunnar. Rökræðunum lauk og steinninn lá óhreyfð- Annar kjálkinn rakst í augað ú Gústaf. 33

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.