Barnablaðið - 01.02.1966, Qupperneq 38

Barnablaðið - 01.02.1966, Qupperneq 38
Undursamleg björgun Fyrir nokkuð löngu síðan bjó í fjallabyggð- inni í Týrol, bóndi nokkur ásamt konu sinni og einkabarni. Þetta var lítil stúlka, eins og hálfs árs að aldri. Eins og gefur að skilja þá unnu foreldrarnir þessari litlu stúlku mjög. Hún var litli augasteinninn þeirra og þau elskuðu hana ekki minna en sitt eigið líf. Súmardag einn gekk bóndinn (við getum nel'nt hann Möller) út í skóginn til að veiða. begar hann var á göngu sinni um skóginn, sá hann allt í einu hvar Katrín litla kom trítlandi á milli trjánna. Móðir hennar hafði um stutta stund litið af henni óg 'hún þá notað tækifærið og farið á eftir pabba sínum. Til allrar hamingju hafði hún haldið í sömu átt og faðir hennar. Það var nú ekki um annað að ræða fyrir Möller, en að hætta við veiði- ferðina og fara heim með litlu stúlkuna. Stúlkan var nú komin inn á autt svæði í skóg- inum og nam staðar og leit í kringum sig. Hún virtist vera í vafa um í hvaða átt hún ætti að halda. Allt í einu sá Möller, sér til mikillar skelf- ingar, stóran örn steypa sér niður yfir barnið og læsa klóm sínum í það. Síðan lyfti örn- inn sér með barnið upp yfir trjátoppana. Möller þreif til byssunnar og lagði hana að vanga sér, en lét hana strax síga. Það var vonlaust að reyna að skjóta ránfuglinn. Katrínu var búin bráður bani að falla til jarðar úr slíkri hæð, og þó að hann væri góð skytta, þá var það engan veginn öruggt að honum heppnaðist að hæfa örninn án þess að slasa eða jafnvel deyða barn sitt samtímis. Ó,, Guð miskunnaðu barninu!“ „Bjarg- aðu litla saklausa barninu okkar!“ lirópaði Möller í örvæntingu. Frá mannlegu sjónar- miði var þetta vonlaust. Möller gerði sér grein fyrir, að aðeins kraftaverk gat bjargað 38 litla barninu lians. Það var aðeins Guð sem gat hjálpað. Möller lét fallast niður á þúfu, örvinglaður af sorg og angist. Hann byrgði andlitið í höndum sér. Það yrðu hræðileg skref, að ganga heim og segja konunni frá því, sem skeð liafði. Skyndilega fékk hann hugmynd. Það væri reynandi möguleiki, sagði hann við sjálfan sig. ,,Ó, góði Guð. Ef stúlkan mín er ennþá lifandi, þá varðveittu hana, þar til ég hef komið liugmynd minni í framkvæmd. Og villtu varðveita mig á þessari hættulegu ferð, sem ég ætla að taka mér fyrir hendur.“ Möller \issi af arnarhreiðri, sem var í klettabelti á tindi, sem gnæfði yfir nágrennið. Hann sá tindinn bera við skýin. Þangað varð hann að fara, ef honum átti að heppnast að hrinda hugmyndi sinni í framkvæmd. Sú hlið tindsins, sent að honurn sneri, var ókleif. Hann varð að reyna uppgöngu hins vegar í tindinum. En án þess að hafa fjall- gönguútbúnað, kaðal og hjól, var vonlaust að hann kæmist niður að arnarhreiðrinu, þó svo að honum heppnaðist að klífa tindinn Möller þaut nú af stað, í átt að kofa sem var við rætur fjallsins. Hann átti von á að þar væru geymd fjallgöngutæki. Til allrar hamingju, þá varð hann ekki fyrir vonbrigð- um. í kofanum fann Iiann bæði kaðal og hjól. Hann tók nú í flýti kaðalinn og hjólið og liraðaði ferð sinni sem mest hann mátti meðfram fjallsrótununr. Nú hóf hann ferð sína upp fjallið. Hann var nú komin að þeirri hlið tindsins, sem frá dalnum sneri. ,,Góði Guð, láttu mig ekki verða of seinan að bjarga barninu mínu,“ bað Möller þar

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.