Barnablaðið - 01.02.1966, Page 40

Barnablaðið - 01.02.1966, Page 40
hann að fikra sig upp eftir kaðlinum. Hann gat ekki notfært sér byssuna á leiðinni upp klettana. Vissulega var hann með stóran hníf með sér, en í bardaga við risaerni kom hann nú að litlu gagni, undir slíkum kringumstæð- um. Ferðalagið upp klettana yrði líka mikl- um mun hættulegra, en ferðin niður að hreiðrinu. Möller komst nú í rnikinn vanda. Hvað átti hann nú að gera. Átti liann að bíða komu arnanna. Ernirnir gátu komið á næsta augnabliki, en svo gat alveg eins liðið langur tími þar til þeir kæmu. Og konan hans, sem hafði að sjálfsögðu fyrir löngu síðan saknað Katrínar, var sjálfsagt yfirkomin af sorg og örvæntingu. Nei — hann gat ekki hugsað sér að láta konu sína bíða þannig í óvissu um hvað orðið hefði af barninu. Hann fól sig Guði í hljóðri bæn og hóf síðan ferðina upp hamravegginn. Hann hélt á Katrínu litlu undir annarri hendinni, en með hinni fikraði hann sig upp eltir kaðlin- um. Litla stúlkan var ennþá meðvitundar- laus, en hún var á lífi .Möller þakkaði Guði í hjarta sínu, sem hafði heyrt bænir hans. Hann fann til óvenjulegrar rósemi og hvíld- ar innra með sér. Hann trúði því, að Guð rnundi láta þessa lífshættulegu ferð enda, á gæfusamlegan ihátt. Hann setti allt sitt traust á sinn himneska Föður, en gerði sér jafn- l'ramt grein fyrir í hve mikilli hættu liann var staddur. Á hverju augnabliki bjóst hann við að heyra vængjaþyt arnanna, en jafn- framt trúði liann á Guðs varðveitandi mátt. Hann trúði því að hinn mikli Guð, mundi varðveita hann og litlu stúlkuna og leiða þau heil út úr þessari glæfralegu för. Og loks stóð hann aftur uppi á bjargbrún- inni. Það fyrsta sem hann gerði, var að falla á kné á harðan klettinn og þakka Guði fyrir björgunina. Síðan tók hann litlu stúlkuna sína í fang sér og flýtti sér heim á leið niður fjallið. Rétt í því að Möller hóf ferð sína niður fjallið, vaknaði Katrín litla til meðvit- undar. Gleði og þakklæti móðurinnar, er vart liægt að lýsa með orðum, þegar hún sá VEiZTU hvað bezta dælan, sem til er, lieitir? Bezta og fidlkomnasta dælan er manns- hjaríað. Mannslijartað slær um ÍOO.OOO slög á sól- arhring og dælir á þeim tíma um það bil 7,200 lítrum af blóði urn æðakerfið. Álitið er að blóðið fari frá hjartanu með 200 kíló- metra hraða á klukkustund. H. Van. Möller koma heim með barnið og hann hafði greint frá öllu því er við hafði borið. Læknirinn í þorpinu, sem kom skömmu síðar til að skoða barnið, gat ekki fundið að henni hefði orðið meint af ferðinni. Hann sagði að meðvitundarleysið hefði hún fengið vegna taugaáfalls, þegar örninn skyndilega þreyf hana á loft og eldsnöggt hækkaði flug sitt upp í klettana. ,,Það var englavernd Guðs,“ sagði Möller og kona hans,“ sem kom því til leiðar að barnið okkar slapp lifandi og slasaðist ekki í þessari hræðilegu og hættulegu ferð.“ 40

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.