Barnablaðið - 01.02.1966, Síða 41

Barnablaðið - 01.02.1966, Síða 41
Heimalningupinn Það hatði ekki heppnast að fá heimalning- inn Úlrik út í skóginn með hinum kindun- um. Reyndar höfðu ekki verið gerðar ákveðn- ar og alvarlegar tilraunir til þess. „Hann hefur lifað lífi sínu, sem einræðis- herra,“ sagði Marteinn vinnumaður, „og nú vill hann ekki beygja sig undir vilja annarra." En þar sem Eva litla þurfti ekki að fara í skólann í dag, þá fékk hún leyfi til að gera tilraun með að lokka heimalninginn út í skóginn með hinum kindunum. Það var spennandi augnablik þegar Eva opnaði dyrnar fyrir Úlrik og Marteinn opn- aði samtímis fjárbyrgið og hleypti út fjár- hópnum. Fjárhópurinn þrengdi sér út úr fjár- byrginu. Úlrik, aftur á móti, tók öllu með mestu ró. Hann gerði sig ánægðan með að hoppa í kringum Martein og stanga Evu mein- leysislega. Allt í einu, þegar Evu minnst varði, kom Úlrik á mikilli ferð og hrinti Evu á undan sér inn í einn básinn. Marteini var mjög skemmt við þetta óvænta tiltæki heimaln- ingsins. Nú var ekki um annað að ræða, en að taka föstum tökum á „uppreisnarmanninum“. Marteinn tók nú Úlrik og færði hann út til fjárhópsins, sem beið þess að hliðgrindin, sem lokaði skógarstígnum, yrði opnuð. Eva hafði nú risið á fætur og gekk á undan lieimalningnum og reyndi að lokka hann á eftir sér. „Komdu Úlrik, kæri, góði Úlrik!“ Og Úlrik kom og hoppaði og lék listir sínar í kringum Evu. Hann var sýnilega forviða yfir því mikla landrými sem hann hafði fengið til umráða. En hann skipti sér lítið af hinum kindunum. „Eva, þú verður nú að fylgja honum nokk- urn spöl inn í skóginn,“ sagði Marteinn. „Þegar Úlrik róast og fer að bíta grasið, þá skaltu fela þig í skurði, eða bak við runna, Þegar þú ert horfin, þá hlýtur hann að fylgja fjárhópnum.“ Eva hlýddi ráði Marteins. Hún gekk nú á undan fjárhópnum gegnum skóginn, í átt að auðu svæði í skóginum. Úlrik fylgdi Evu fast eftir og hoppaði í kringum hana. Nú var Eva komin inn á auða svæðið með fjárhópinn. Hér óx mikið og gott gras og nú dreyfði fjárhópurinn sér um svæðið og fékk sér ríkulega máltíð. Úlrik gerði matnum einnig góð sk.il, og svo að segja gleymdi stað og sund. Hann hugs- aði aðeins um að seðja hungur sitt. Á meðan leit Eva í kringum sig til að reyna að finna felustað. Og allt í einu var Eva horfin. Hún hafði hoppað niður í skurð, sem var þar rétt hjá og falið sig bak við runna, sem óx út úr bakkanum. Fjárhópurinn dreyfði sér meir og meir og ein eftir aðra hurfu kindurnar inn í skóginn. En Úlrik hvorki heyrði eða sá það sem fram fór í kringum liann. Hann var algerlega upp- tekinn við að gæða sér á þessu dýrðlega grasi. En loks varð hann þó að taka sér litla hvíld. Hann lyfti upp höfðinu og leit í kring- um sig. Hann var ekki að svipast um eftir kindunum, hann saknaði Evu. Hvað var orðið af henni? „Me, me, me, me!“ Úlrik varð óttasleginn og nú tók hann undir sig stökk og hljóp beint af augum inn í skóginn. Eva fylgdist með Úlrik frá felustað sínum og lieyrði nú eymdarlegt jarm lians fjarlægjast. Eva lá hreyfingarlaus nokkra stund og hlustaði. Skyndilega varð allt hljótt. Hvað var nú orðið af heimalningnum? Ó, ef hann hleypur nú aleinn langt inn i skóginn og refurinn ræðst á hann. Eva hafði heyrt að það væru greni í klettunum, sem 41

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.