Barnablaðið - 01.02.1966, Qupperneq 42

Barnablaðið - 01.02.1966, Qupperneq 42
voru ekki svo langt frá þessum stað. Þetta var hræðilegt. Eva stóð á fætur og hljóp eins hratt og hún gat í þá átt, sem hún hafði séð Úlrik í'ara. Þetta var sólríkur og heitur dagur. Svitinn rann lrá sólbrenndu enni Evu og tárin streymdu niður kinnar liennar. „Úlrik, Úlrik, heyrir þú ekki til mín?“ En Eva fékk ekkert svar frá lambinu sínu. Hvert hafði Úlrik hlaupið? Það var henni ráðgáta. En lambinu varð lnin að bjarga. Nú kom lnin á stað þar sem skógurinn hafði verið grisjaður. Aðeins, stór hávaxin tré stóðu eftir. Þarna voru krossgötur. Hér staðnæmdist Eva og þurrkaði tárin og svitann af andliti sínu. Hvaða veg átti hún nú að velja? Hvaða veg hafði Úlrik farið? Það sást ekki svo mikið sem eitt spor eftir hann á þurrum stígnum. Sólargeislarnir þrengdu sér á nrilli risavax- inna trjánna. Eva lyfti hendinni upp að enn- inu og leit í kringum sig. En livað var þetta hvíta, sem lá þarna í sólargeislanum á stígnum til vinstri handar? Eva hljóp til að athuga nánar hvað þetta gæti verið. Æ, þetta var lambið hennar, hann Úlrik. Hann var dáinn. Fallega hvíta lambið hennar, sem pabbi hafði gefið henni og hún hafði alið upp. Nú liafði hún skilið hann eftir einan í skóginum, og hann ihafði hlaup- ið svo mikið að hann hafði dáið hér í skógi- um. Eva beygði sig niður að Úlrik og strauk hið fallega hvíta höluð hans. Síðan lét hún höfuð sitt stíga niður í hvítan ullarfeldinn og grét hátt. En það var svo heitt hérna. Ó, ef að hún megnaði að draga lambið inn í skuggann af grenitrénu, sem var þar rétt hjá. F.va stóð á fætur og tók nú á af öllum kröft- um og henni heppnaðist að draga lambið inn að trjástofninum. Hér bjó hún um Ulrik í mjúkum mosanum eins vel og hún gat. Hér var svalt og gott að vera. En livað átti hún að gera? Hún var ein- sömul hér í skóginum og enginn vissi hvert Jiún hafði farið. Ekki einu sinni hundurinn, hann Telly, hafði verið með henni í dag. Eva sat með liöfuð Úlriks í kjöltu sér. Pabbi bað alltaf til Guðs fyrir henni, þegar hún varð veik, og þá leið ekki á löngu þar til hún varð frísk á ný. En Úlrik var dáinn. Ef liann hefði ekki verið dáinn, þá hefði Guð nú getað hjálpað litla lambinu hennar líka. Nú streymdu tár- in á ný niður kinnar Evu. Svo var Úlrik nú bara dýr. Það var ekki víst, að Guð hefði tíma til að hugsa um hann. Einu sinni hafði Anna sagt við Björgvin: „Hefur þú, sem ert orðinn svo fullorðinn, ekki lesið það sem skrifað stendur í Biblí- unni: Bæði mönnum og dýrum hjálpar þú, Drottinn?“ En þá hafði Björgvin svarað: „Hvernig á okkar góði Faðir þar uppi, að hafa tíma til að sinna öllum?“ En eitthvað varð Eva að gera. Hún ætlaði að reyna að biðja. Hún lagði höfuð Ulriks varlega niður í mosann. Síðan kraup hún á kné við hlið hans og lagði sitt þreytta og grátna andlit þétt að honum og bað: „Kæri Jesús, ef þú kærir þig um litla lambið mitt og hefur tíma, þá getur þú vakið það upp frá dauðanum. Mig langar svo mikið til, að það megi lifa. Vertu svo góður, kæri, góði Guð, að heyra mína bæn. Amen.“ Eva lá hreyfingarlaus með lokuð augu. Hún var svo Jrreytt. Vissulega mundi Guð senda engil niður frá himninum. Hann kom þarna í stóra sólargeislanum á milli trjánna. Svo gekk hann varlega á milli þúfnanna, og var- aðist að stíga á fallegu blómin. Hann gekk þétt að lambinu og snerti það. Eva leit upp. Var hana að dreyma? Hafði hún sofnað? Hvar var hún? Köld snoppa snerti nú andlit hennar. Eva stóð á fætur. Hún var í 'skóginum, og nú mundi lnin eftir öllu saman. Úlrik hafði dáið, en nú gekk hann hér um og át grasið. Hafði hún sofnað, þegar hún bað til Guðs? Hverng hafði Jrað getað átt sér stað? Og samt hafði Guð heyrt bæn hennar. Gat þetta allt verið draumur? Nei, lnin mundi svo greini- lega eftir því að lambið hafði legið þarna hreyfingarlaust. i 42

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.