Barnablaðið - 01.02.1966, Qupperneq 43

Barnablaðið - 01.02.1966, Qupperneq 43
„Þú lifir þó örugglega Úlrik!“ Eva faðm- aði lambið að sér og fór svo að tína burt barrið úr þykkum ullarfeldinum. Hún var þyrst og óskaði að hún gæti náð sér í vatn. I.ambið lilaut að vera þyrst líka. Það hafði hlaupið langt í sólarbitanum. Eva leit í kringum sig. Hún vissi, að það voru til vatnslindir í skóginum, en hvort nokkur slík fyndist hér, það vissi hún ekki. Hún vissi reyndar ekki hvar hún var stödd í skóginum. En hún var viss um, að þegar Telly kænti heirn, þá mundi hann strax hlaupa af stað og leita að henni. Hún gæti í öllu l'alli gengið lítin spöl og reynt að finna leiðina heim. „Komdu Úlrik, \ ið skulum reyna að finna leiðina heim,“ sagði Eva. Hún var ekki búin að jafna sig nægilega eftir svefninn og atbug- aði því ekki að hún gekk ekki í þátt átt sem lnin hafði komið úr, lieldur í gagnstæða. í öllu falli þá lann iiún vatn rétt við skóg- arstísnnn. „Hérna, Úlrik", kallaði hún. Komdu og fáðu þér að drekka". Og þar slökktu þau bæði þorsta sinn. Eva kraup á kné og jós vatninu upp með lóla sínum. Úlrik og lnin spegluðust í vatn- inu. Þá mynntist hún sögunnar um úlfinn og lambið, sent ætluðu bæði að drekka úr sömu lindinni. En hún var engin úlfur og ætlaði sér aldrei að borða Úlrik. Ulrik fannst víst Eva vera óþarflega lengi að drekka, svo að hann ýtti vinsamlega, en j)ó nokkuð liressilega \ ið henni til að minna liana á að nú væri nóg komið af slíku og tími komin til að halda ferðinni áfram. Þessi áminning kom Evu algerlega á óvart, svo að hún fél 1 fram yfir sig og út í lækinn. En Eva hló bara að öllu saman. Hún var svo glöð yfir að sjá Úlrik svo frískan og lífs- glaðan. Það var Guð, sem bafði læknað Inmbið og F.va var svo ósegjanlega glöð og hamingjusöm. Nú gat hún sagt Onnu frá því, að það væri sannleikur sem stæði í Biblíunni, þar sem talað var um að Drottinn hjálpaði bæði mönnum og dýrum. Svo héldu þau ferð sinni áfram. Það var ekki erfitt fyrir Evu að fá lambið til að fylgja sér. Þegar þau höfðu gengið nokkra stund, þá komu þau að hliðgrind. Þessi hliðgrind kom Evu svo kunnuglega fyrir sjónir. Hún hafði örugglega komið hér áður. Hún opnaði hliðgrindina og hélt ferð sinni áfram. Nú áttaði Eva sig á því livar hún var stödd. Þau voru hjá hlöðunni á Lækjarbakka,; þar sem Telly og hún höfðu verið, þegar þrumuveðrið skall yfir og eldingunni laust niður í tréð. Eva varð svo glöð. Nri rataði hún heim. Hér lrafði hún svo oft verið með Telly að tína ber. Hér var nægilegt gras og vatn lianda Úlrik. Haraldur, faðir Evu, var nýkominn heim. Telly hljóp uin og leitaði að Evu. Hann snuðraði kringum fjárhúsin og hljóp síðan eftir fjárgötunni út í skóginn. Marteinn var heldur ekki sjáanlegur. Hann lialði lagt af stað út í skóginn til að leita að Úlrik og Evu. Marteinn gekk um skóginn og leitaði. Allt í einu sá hann hvar Telly kom hlaupandi. Hann hljóp um á milli trjánna og snuðraði og leitaði að Evu. „Já, flýttu þér að finna hana,“ sagði Marteinn. En j)að þurfti ekki að hvetja Telly. Hann tók á sprett inn í skóginn og var brátt úr augsýn. Eva sat í grasinu fyrir utan Lækjarbakka- hlöðuna og Úlrik lá við hlið hennar. Hann var þreyttur eftir ferðalagið í skóginum. Grenitréð, sent eldingin hafði eitt sinn leikið svo grátt, stóð Jxar rétt hjá, brúnt og visið. „Voff, voff, voff!“ Hundgá bergmálaði í skóginum. „Teily, Telly, kallaði Eva. „Kontdu, flýttu þér! Við Úlrik erum hérna.“ F.va stökk á fætur. Nú varð líf og fjör í kringum gömlu hlöðuna, en inn í hana fór Telly ekki. Hann mundi eftir, þegar hann og Eva fhiðu þangað undan regninu og eld- ingin hafði næstum gert enda á líf þeirra. Haraldur og Marteinn höfðu heyrt gelltið í Telly og komu nú til hlöðunnar. Þeir sett- ust niður á grasbalann, meðan Eva sagði frá því sem skeð hafði í skóginum. Hún sagði 43

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.