Barnablaðið - 01.09.1975, Qupperneq 11
Jesús upp og bindur um sig forklæði, tekur
líndúk og hellir vatni í mundlaug og beygir
sig niður við fætur lærisveina sinna og fer að
þvo vinum sínum um fæturna. Þannig gengur
hann frá einum til annars. Að síðustu kemur
hann til Péturs.
— Nei, alls ekki, þú ferð ekki að þvo mér
um fæturna, sagði Pétur. — Þú, sem ert meist-
ari vor og kennari! Utilokað!
— En ég verð að gera það, svaraði Jesús. —
Skilurðu það ekki, Pétur, að við verðum að
hjálpa hver öðrum? Með þessari þjónustu
minni vil ég sýna ykkur, hvernig það á að vera.
Þið eigið að vera hjálplegir hver við annan.
Það vil ég vera.
. Nú skildu vinir Jesú, hvað hann var að
kenna þeim. Ekki að vænta þess að aðrir hjálp-
uðu þeim, heldur að þeir væru fúsir til þess að
ganga fram og hjálpa öðrum. Þetta var hug-
leiðing, sem enginn þeirra gleymdi síðan.
(Jóh. 13, 1—5).
nú tvö árin síðustu, var hann búinn að missa
heyrnina, og fór hann þá allt eftir bendingum;
hann fór ætíð þangað, sem maður benti, en þó
ekki lengra en svo að hann sá, hvort maður
gæfi bendingu, og rétti maður hendina frá sér,
hélt hann áfram, en væri hún látin falla, kom
hann.
í leitum á haustin þurftum við ekki að óttast
að yrði eftir á milli okkar, því að Tryggur pass-
aði það; hann var einlægt á ferðinni frá öðrum
til hins, því báðir voru honum jafn kærir.
Margir voru farnir að segja við okkur, nú að
síðustu: ,,þið þurfið að fara að drepa þennan
hund, því að hann er orðinn svo gamall." En
við drógum það, því að okkur var farið að þykja
svo vænt um hann, að við mártum ekki af hon-
um sjá, og vorum við lengi að hugsa um, á hven
hátt það mundi best, og kom okkur síðast sam-
an um, að best mundi að fá hann skotinn, helst
að læðst væri að honum sofandi úti, því þar sem
hann var líka búinn að missa heyrnina, var það
enginn vandi, og var það gert nú fyrir fáum
dögum, þar sem hann gróf sig í skafl og beið
okkar við fjárhúsin, og var það góður dauðdagi,
og mátti það ekki minna vera eftir 13 ára trúa
fylgd.
Við látum hér staðar numið að segja sögu
þessa trygga dyrs, þó margt sé enn ótalið, en
það sem hefur verið sagt, nægir til að sýna, að
fáa mun hann hafa átt sína líka, og hefðum við
ekki óttast það, að illa gengi að hreinsa hann svo
vel væri, þar sem hann var orðinn svona gamall
mundi hann hafa fengið að lifa svo lengi sem
hægt hefði verið að láta hönum líða vel.
Æðey, í febrúar 1916
Asgeir Guðmundsson.
Halldór Guðmundsson.
Ur Dýraverndaranum 1916.
KLIPPT OG SKORIÐ
IV W inethy var enskur læknir. Orð fór af hon-
uin at tvennu: Hann var góður læknir og sérstaklega
gagnorður, kærði sig ekki um orðlangar sjúkdóms-
lýsingar.
Nú hafði kona brennt sig illa, sem vissi urn háttu
læknisins. Hún kemur á læknisstofuna, réttir fram
hendina og segir: ,,Brennd“.
Læknir svarar á augabragði: „Bakstur".
Á- öðrum eða þriðja degi kemur konan aftur og segir
við lækninn: „Heldur betri“.
„Áfram með bakstrana“, svaraði læknir.
Að viku'liðinni kemur konan enn og segir: „Batn-
að. Hvað skulda ég?“
„Ekkert“, svaraði læknirinn, og bætti við: „Þér er-
uð skynsamasta kona, sem ég hef nokkru sinni talað
við“.
11