Barnablaðið - 01.09.1975, Qupperneq 22
FRAMHALDSSAGAN
r
OG HAMINGJULANDIÐ
Því næst sýndi hann honum bókina. „Hún
er á grísku,“ sagði hann sigri hrósandi. „Ekta
grísku, skilur þú. Presturinn sjálfur á hana, og
ég fékk hana að láni hjá honum. Hann sagði
mér að það stæði nákvæmlega það sama í henni
eins og í okkar Nýja testamennti. En líttu á
hana, er þetta nú mál?“
Þeir settust niður til þess að athuga þessa
merkilegu bók í sameiningu, en gátu ekki skil-
ið eitt einasta orð í henni, nema nafn prestsins
sem stóð skrifað á fyrstu blaðsíðu. Þessa grísku
var ómögulegt að lesa, hvort sem þeir héldu
bókinni upp eða niður. „Þetta er ábvggilega
ekkert tungumál,“ sagði annar þeirra. „Ertu
viss um að nokkur maður geti lesið þetta?"
spurði Davíð áhyggjufullur.
„Grikkirnir gátu það,“ svaraði Pétur, „en
þeir eru auðvitað dánir fyrir löngu síðan."
„Var það þess vegna sem þeir . . . dóu?“
Pétur hristi höfuðið.
„William Carey gat lært það,“ sagði hann
að lokum. „Og pabbi minn getur lesið það
líka, Davíð, en það tekur auðvitað langan tíma.“
„Ertu viss um það?“ spurði Davíð.
„Já, alveg viss. Það kemur allt í einu þegar
þér dettur það sízt í hug. Dag einn í framtíð-
inni kemur eins og leiftur yfir orðin og þú ert
farinn að skilja, já, heila blaðsíðu.“
Þessi orð áttu nú að vera uppörvandi fyrir
vesalings Davíð, en hann gat nú varla trúað
þessu um heila blaðsíðu í einu, svo hann lagði
bókina til hliðar, og talaði ekki meira um hana,
í það sinn. Það varð hann að viðurkenna að
hugsun Péturs var undursamleg, en hann skildi
einnig að það mundi verða mjög erfitt að koma
henni í framkvæmd.
8. kafli
Filippus og hræður hans og citt ugluegg.
Bréfberarnir frá borginni komu tvisvar á dag
til Rauðskóga með póst. Og á meðan Pétur var
þar, voru ferðir þeirra þangað langtum skemmti-
legri en áður. Það komu svo mörg útlend bréf
og póstkort. Það hafði komið fyrir áður, að það
hafði komið bréf frá Kanada og Ástralíu til frú
Garlands, vegna þess að tveir synir hennar
höfðu verið búsettir þar um langan tíma. En
nú kom hreinlega straumur af bréfum. Þau
byrjuðu að koma frá Gíbraltar og síðan frá
öllum borgum norður Afríku. Póstkortin með
fallegum mvndum frá fjarlægum löndum gat
hver bréfberi litið á, og þó að bréfin væru
lokuð, var alltaf hægt að athuga útlendu frí-
merkin. Stundum sagði Pétur þeim dálítið í
fréttum úr bréfunum líka. ef að þeir höfðu
tíma til að hlusta á hann. Hver einasti maðúr,
þó ókunnur væri, var vinur Péturs. og þar sem
hann var nú mjög glaður í hvert skipti, er þessi
eftirþráðu bréf komu, hafði hann Itingun til
þess að láta aðra njóta þess ltka. En voru þá ekki
allir á Rauðskógum glaðir vfir þessum útlendu
bréfum? Ekki virtist trú Garland vera það.
Þegar bréfin byrjuðu að koma, hljóp Pétur alltaf
fyrst til hennar og lét hana sjá þau. Fn hún leit
aðeins sem snöggvast á þau, og Ias þau ekki. Var
það ef til vill vegna þess að hún var svo gömul
eða gerði þetta henni ónæði? hugsaði Pétur
fullur af meðaumkun og ákvað með sjálfum sér,
að vera varkárari hér eftir. En þó að hann sýndi
henni bréfin stundum eftir það, þá gerði hann
það dauflega og án nokkurrar vonar.
Gamla konan tók eftir því að hann var öðru-
vísi við hana en við hitt fólkið, án þess að skilja
hversvegna. Ef hún aðeins hefði opnað hjarta
sitt nokkur augnablik, hefði allt orðið gott. En
hún þekkti ekki þessa leið, eða var of stolt
til að reyna að ganga hana.
22