Barnablaðið - 01.09.1975, Side 20
Það var seinni hluta dags. Sólin var að hverfa
bak við dimm og drungaleg ský út við sjón-
deildarhringinn. Köld golan fór yfir akra og
engi og eyðilagði um leið spegilmyndina á
vatnsfletinum.
í eldhúsinu var verið að hlusta á fréttir í
útvarpinu. Við matborðið sátu Jóhann Rund-
grein og sonur hans Eiríkur og drukku kaffi.
Þsir höfðu verið úti að vinna frá því um morg-
uninn og varla tekið sér matarhlé.
Fréttirnar voru á enda, svo komu veðurfrétt-
irnar. Það var lægð á leiðinni inn yfir austur
Gautland og hún mundi verða komin norður
austur undir kvöldið. Henni fylgdi stormur og
rigning. Þetta veðurlag mundi standa yfir í
nokkra daga.
Jóhann leit upp og horfði á klukkuna, sem
var á veggnum bak við Eirík.
„Hvernig eigum við að ná heyinu inn, ef
það verður hvasst og rigning í nótt?“ sagði
hann. „Það er nú þegar orðið þurrt. Ef það
verður nokkra daga rigning, þá eyðileggst það
alveg.“
„Það er nú orðið nokkuð framorðið til að
byrja á því að vinna að þessu,“ sagði Eiríkur
og sneri sér við til að líta á klukkuna.
„Já, en við verðum í það minnsta að reyna,“
sagði Jóhann. „Tíminn er stuttur, en við ná-
um kannski að bjarga því mesta ef við byrjum
með það sama.“
Þegar þeir komu út var sólin alveg horfin
bak við koldimm skýin, sem hrönnuðust upp
sem veggur og boðuðu óveður. Jóhann og Ei-
ríkur fóru og sóttu traktorinn og settu hey-
vagninn aftan í hann.
„Við höfum mjög nauman tíma, Eiríkur,“
sagði Jóhann, meðan hann var að tengja vagn-
inn. „Nú er að hafa hraðan á. Það er oft
erfitt að skilja, að tíminn til allra hluta hér á
jörðu er svo hverfandi stuttur, að það verður
of seint þegar óveðrið er skollið á.“
Eiríkur svaraði ekki föður sínum. Hann
þekkti tóninn frá liðnum tíma. Foreldrar hans
voru sannkristin og lögðu líf sitt og starfsdag
TIMINN
ER
STUTTUR
í hendi Drottins. Þau spenntu ávallt greipar
og lögðu alla hluti fram fyrir Guð í bæn, bæði
áhyggjur sínar og gleðiefni.
Tíminn er stuttur . . .
„í þetta sinn var það satt,“ hugsaði Eirík-
ur. „Við verðum að hraða okkur ef við eigum
að ná heyinu inn áður en óveðrið kemur.“
Jóhann sat á traktornum hjá syni sínum.
Hann fann nokkra regndropa falla á andlit sitt.
„Það fer sjálfsagt að rigna,“ sagði hann hugs-
andi. „Það er merkilegt hvað við erum háð
tímanum meðan við lifum hér á jörðinni. I
himninum og eilífðinni mun þetta ekki hafa
áhrif á okkur, ef við náum hinni himnesku
höfn. Það er hér sem tíminn ræður lögum. Ef
þetta er rétt veðurspá, þá verðum við að hraða
okkur.“
„Alltaf þetta sama viðkvæði að hraða sér,“
hugsaði Eiríkur.
„Já, það er nauðsynlegt að bjarga uppsker-
unni í tæka tíð,“ hélt Jóhann áfram eintali
sínu. „Stundum er það mannslíf, sem tekið er,
og þá er það nauðsynlegt að vera viðbúinn. Ég
bið þess að ég verði það, þegar líf mitt er á
enda. Guð hjálpi okkur.“
Fyrsta og annað heyhlassið var komið inn.
„Það lítur út fyrir að við ætlum að hafa meiri
tíma, en við héldum í fyrstu,“ sagði Eiríkur.
„Það er kannski ekki eins vont veður í aðsigi
eins og veðurfréttirnar spáðu. Við björgum
þessu, eða hvað heldur þú, pabbi?“