Barnablaðið - 01.09.1975, Blaðsíða 6
í loftið. Svo gæti Drottin sýnt mér í hvaða átt
ég ætti að fara til að finna kvrnar. Sagt og gert.
Ég hrópaði til Jesú og minnti hann á, hvernig
hann hafði hjálpað lærisveinum sínum forðum.
Svo kastaði ég greininni upp í Ioftið. Pegar hún
féll til jarðar, benti hún í vestur frá þeim stað,
sem ég stóð. Ég treysti því alveg að Drottinn
hefði heyrt bæn mína.
Til að geta fylgt vísbendingunni, varð ég að
fara í gegnum þétt, lágvaxið skógarkjarr. Ég
hálf hljóp í gegnum regnblautt skógarkjarrið,
um það bil 2 hundruð metra. Svo tók við stærri
skógur. Hér var það töluvert dimmra, þess
vegna varð ég að ganga hægar til að detta ekki
um rætur og þúfur. Þegar ég hafði gengið um
stund, reis snögglega einhver dökk þúst upp
rétt við fætur mína. Undrun mín var mikil þeg-
ar ég fann, að þetta var kálfur. Og rétt hjá hon-
um risu á fætur nokkrar kýr. Eo það voru ekki
okkar kýr. Við áttum sex fullorðnar kýr, en
engan kálf. Einkennilegt, hugsaði ég. Það voru
ekki þessar kýr sem ég hafði beðið Drottin að
ég fyndi. En, hugsaði ég, þar eð ég hef fundið
þessar kýr þýðir að ég verð að koma þeim heim
fyrst, svo verða einhver ráð með okkar kýr.
Ég hottaði á kýrnar og þær röltu af stað í
gæsagangi eftir mjóum götutroðningunum. Ég
gekk á eftir og gætti þess að allar kæmust heim.
Þegar ég hafði gengið stuttan spöl, heyrði ég
snögglega bjölluhljóm rétt fyrir framan mig.
Af hljóðinu að dæma, átti þetta að vera okkar
kýr. Það reyndist rétt vera. Þarna komu kýrnar
okkar fram á stiginn sem ég var að fara um.
Gleði mín var mikil. Drottinn hafði heyrt
bæn mína og það sem meira var, hann svaraði
henni. Ég þakkaði og lofaði Drottin þar sem ég
gekk. Hann hafði ekki aðeins látið mig finna
VEL SVARAÐ
Kennari hafði veitt athygli greindum dreng í skólan-
um. Einn dag gengur hann beint að honum og spyr:
— Hvað er stormur?
— Pað er vindur, sem er að flýta sér, svaraði
drengurinn.
6
heimakýrnar, heldur einnig hinar, og kannaðist
ég við nokkrar af þeim, þær átti bóndi sem ég
þekkti.
Ferðin hélt áfram gegnum dimman skóginn,
meðan regnið streymdi niður. Vegurinn var
erfiður. Ymist beinn eða bugðóttur. Kýrnar
röltu því hægt og hikandi áfram. Svo lá stígur-
inn fram með fjalli, var það þéttvaxið greni-
trjám, sem gerðu enn meira myrkur. Rétt fyrir
neðan, mætti ég tveimur mönnum, sem voru
að leita að kúnum sínum. Þær höfðu eimiig
horfið þetta kvöld. Nú þurftu þeir ekki að leita
lengur, því kýrnar sem ég hafði fundið með
hjálp Drottins, voru einmitt þeirra. Auðvitað
glöddust þeir yfir að þurfa ekki að leita lengur
í myrkri og rigningu.
Það var góður spölur eftir heim, svo ég fékk
nægan tíma til að tala um reynslu mína við þá.
Þar sem þeir áttu ekki neina þekkingu á lífinu
í Guði, fannst þeim þetta undarlegt, en ég
reyndi að skýra þetta fyrir þeim eins vel og ég
gat, að hafi maður samfélag við Jesúm, þá er
það eðlilegt að fá bænasvar.
Þeir trúðu mér fyrir því, að þeir hefðu heyrt
þegar ég hrópaði til Guðs. Þeir voru á öðrum
stað í skóginum nokkur hundruð metra frá þeim
stað sem ég var, þó ekki lengra, en að þeir
heyrðu greinilega bænahróp mitt. Þeir voru á
heimleið, en snéru þá við og ákváðu að halda'
leitinni áfram. Þess vegna mætti ég þeim þarna
í skóginum.
Um síðir komum við heim, og kýrnar voru
reknar í fjósið.
Allir urðu glaðir þegar ég sagði frá reynslu
minni og við þökkuðum og lofuðum Guð fyrir
náð og trúfesti.
Ég hef mörgum sinnum hugsað um þetta at-
vik, hvort það hafi ekki verið Drottinn sem lét
kýrnar verða eftir í skóginum, til að hann fengi
tækifæri til að sýna mér, hvernig hann vill og
getur hjálpað í öllum kringumstæðum, og trú
mín fengi að þroskast í gegnum þetta. Ég var
sem sé ný endurfæddur þá.
Viktor Hedlund.