Barnablaðið - 01.02.1981, Blaðsíða 13

Barnablaðið - 01.02.1981, Blaðsíða 13
Barnablabiö LIFIR * MARÍA VIÐ GRÖFINA. Nokkrum dögum eftir þenn- an atburö, gekk kona sem hét María út aö gröfinni. Hún vildi sjá gröfina, sem Jesús var lagöur í. Þegar hún var komin alla leið og leit inn í gröfina varð hún hissa. Þar sátu tveir menn í hvítum klæðum. María haföi aldrei sé engla áöur, en hún skildi aó þessir menn hlutu aö vera englar. Englarnir spuröu Maríu, hvers vegna hún væri svona hrygg! — Ég er að leita aö Jesú, sagöi María! Ég veit ekki hvar hann er! JESÚS VAR LIFANDI. Þá tók María eftir því að ein- ' hver stóö fyrir aftan hana. Hún hélt aö það væri garðyrkju- maöurinn, sem hugsaði um fallega trjágarðinn. Hann veit kannski hvar Jesús er, hugsaði María. Maðurinn spuröi líka hvers vegna María væri leið. — Ég er aö leita aö Jesú, því ég veit ekki hvar hann er! Veist þú þaö kannski? sagði hún. Þá sagði maðurinn: — maría! María varó svo hissa. Hvernig gat maðurinn vitað hvað hún hét? Annars fannst 4 henni að hún þekkti röddina og gáði betur að hver þetta gæti verið. Þá sá hún nokkuð. Það var jú Jesús, sem stóð þarna. Þar var enginn garðyrkjumað- ur eins og hún hafði haldið. Þetta var JESÚS! Og hann var lifandi! „FARÐU TIL LÆRISVEINANNA. María varö svo glöð, að hún vissi eiginlega ekki hvað hún átti að segja eða gera. En Jesús vissi. Hann sagði við Maríu: Farðu til lærisveinanna, vinanna minna og segðu þeim að ég sé lifandi. Ég er ekki dá- inn lengur. Þið þurfið ekki að vera hrygg, því ég ætla bráðum að hitta ykkur öll aftur, sagði Jesús. Ó, hvaö María varð glöð. Hún flýtti sér í burtu til að segja frá því að Jesús lifði; að hann væri ekki dáinn lengur. Hún hafði hitt hann og hann hafði sagt að hann vildi hitta þau öll aftur. Jóh. 19 og 20

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.