Barnablaðið - 01.02.1981, Blaðsíða 19

Barnablaðið - 01.02.1981, Blaðsíða 19
Barn&blaðiö Urvdravcröld Guös Það eru til mörg sérkerwileg dýr og fiskar í þeim heimi sem við bú- um í. Hér færðu að sjá og fræðast lítillega um þrjá framandi fiska, sem synda um höfin í hinni sann- kölluðu undraveröld Guðs. Rafmagnsáilinn Hefurðu nokkru sinni séð raf- magnsál? Sá er nú í meira lagi einkennilegur. Rafmagnsálar hafa rafmagn í sér. Rafmagnsállinn sem á heima í Suður- Ameríku hefur nægilegt rafmagn, til að knýja vél. Rafmagnsálarnir fram- leiða svo mikla raforku, að þeir verða blindir.Því verð þeir að nota ratsjá sem auga, til að ferðast um í vatninu. Sæhesturinn Hefurðu séð fisk synda með höfuðið beint upp í loftið, og sporðinn beintniður? Svona syndir sæhesturinn. Þó að hann sé fisk- ur, hrygnir hann ekki í sand líkt og aðrir fiskar. H.r sæhestur stingur hrognunum í vasa sinn, uns þaug kelkjast út. Hvaðan í óskupunum hafa þessir fiskar þetta einkennilega háttarlag? Fyrir tilviljun? eða fundu þeir þetta upp sjálfir? Nei, og aftur nei. Guð, almáttugur skaparinn mikli, gerði þá svona úr garði. Þess vegna köllum við þetta — undraveröld Guðs. Bogafiskurinn Bogafiskurinn skýturniðurfæðu sína með innbyggðri vatnsbyssu. Þessi litli fiskur, sem á heima í Asíu, fer með hausinn upp að vatnsborðinu. Því næst miðar hann vel og vandlega, og skýtur kröftugri vatnsbunu á flugu eða bjöllu. Þegar svo flugan dettur á vatnið, snæðir bogafiskurinn mál- tíð sína með því að gleypa hana í einum rykk.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.