Sólskin - 01.07.1962, Page 60

Sólskin - 01.07.1962, Page 60
í kofanum og situr þá rétt hjá lampanum. Hann býr til selskutla og línur, aktýgi á hund- ana, og sker út skrautgripi. Oft segir hann sögur, hvernig heimurinn varð til o. fl. Þá er stundum slegið laust á selskinnstrumbu. Sögur Eskimóanna eru ekki ritaðar eða prentaðar í bœkur, maður segir manni og þannig haldast þœr í minni í hundruð ára. Þó að oft sé mjög kalt, leika börnin sér úti. Föt Eskimóanna eru svo hlý, að þau þola kuldann. Þegar kaldast er fara þeir í tvennan klœðnað. Innri fötin eru loðin að innan, en á ytri fötunum snýr hárið út. Eskimóarnir hafa kennt okkur að nota hettuúlpurnar, sem fjöldi íslendinga klœðist nú. Börnin fara í feluleiki, eltingaleiki, og renna sér á sleðum. Þau eru kringluleit og rjóð í kinnum, hress og glöð meðan kjötið endist. í desemberlok fer heldur að birta um há- degið dag hvern í norður Grœnlandi. Fólkið veit að sólin fer bráðum að skína aftur. Eski- móarnir halda upp á þann dag, er hún birtist á ný. Þegar þeir eru vissir um, að sólin sést nœsta dag, fara allir í sín beztu föt, síðan ganga þeir upp á hœstu hœðir. Þar bíða þeir 58

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.